Massa ósáttur við eigin árangur 22. júlí 2010 11:42 Felipe Massa er ekki ánægður með gengi sitt í síðustu mótum. Mynd: Getty Images Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Massa komst á verðlaunapall í fyrstu tveimur mótum ársins og var efstur í stigmótinu um tíma. "Auðvitað er ég ekki glaður. Upphaf tímabilsins var ekki eins og ég átti von á. Fyrstu tvö mótin voru í lagi. en síðan hefur ekki gengið vel, sérstaklega ekki í síðustu þremur", sagði Massa í frétt um gang mála á autosport.com í dag. "Þegar maður upplifir það að ekkert gangi í þremur mótum í röð án stiga, vegna þess að eitthvað kemur upp, þá er það ekki skemmtilegt." Massa lenti óhappi í fyrstu beygjunni í Kanada, í mótinu í Valencia á Spáni féll hann úr fjórða sæti og niður listann þegar öryggisbíllinn kom út á óheppilegum tíma fyrir hann og Alonso og á Silverstone var hann í vandræðum í dekkjamálum. Þá féll hann úr fimmta sæti í það síðasta. Á jákvæðu nótunum segir hann þó að bíllinn sé betri en áður, vegna nýrra hluta í honum. "Við höfum tekið framfaraskref hvað útbúnað bílsins varðar og við verðum að vera áræðnir áfram í ljósi þess. Vonandi verður bíll okkar enn betri um helgina", sagði Massa. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Endmarkið er sýnt strax að lokinni keppni, þar sem allt það besta er sýnt úr mótinu, en sá þáttur er í læstri dagskrá. Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Massa komst á verðlaunapall í fyrstu tveimur mótum ársins og var efstur í stigmótinu um tíma. "Auðvitað er ég ekki glaður. Upphaf tímabilsins var ekki eins og ég átti von á. Fyrstu tvö mótin voru í lagi. en síðan hefur ekki gengið vel, sérstaklega ekki í síðustu þremur", sagði Massa í frétt um gang mála á autosport.com í dag. "Þegar maður upplifir það að ekkert gangi í þremur mótum í röð án stiga, vegna þess að eitthvað kemur upp, þá er það ekki skemmtilegt." Massa lenti óhappi í fyrstu beygjunni í Kanada, í mótinu í Valencia á Spáni féll hann úr fjórða sæti og niður listann þegar öryggisbíllinn kom út á óheppilegum tíma fyrir hann og Alonso og á Silverstone var hann í vandræðum í dekkjamálum. Þá féll hann úr fimmta sæti í það síðasta. Á jákvæðu nótunum segir hann þó að bíllinn sé betri en áður, vegna nýrra hluta í honum. "Við höfum tekið framfaraskref hvað útbúnað bílsins varðar og við verðum að vera áræðnir áfram í ljósi þess. Vonandi verður bíll okkar enn betri um helgina", sagði Massa. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Endmarkið er sýnt strax að lokinni keppni, þar sem allt það besta er sýnt úr mótinu, en sá þáttur er í læstri dagskrá.
Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira