Fiorentina eftir ráðið Sinisa Mihajlovic sem þjálfara liðsins eftir að Cesare Prandelli hætti með liðið til þess að taka við ítalska landsliðinu eftir HM. Mihajlovic hætti með Catania í síðustu viku eftir að þetta litla lið frá Sikiley hafði haldið sæti sínu í ítölsku A-deildinni.
Cesare Prandelli náði mjög góðum árangri með Fiorentina í Meistaradeildinni en liðið fór alla leið í 16 liða úrslitin á síðasta tímabili. Það gekk þó ekki eins vel í deildinni heima fyrir þar sem liðið endaði um miðja deild.
Sinisa Mihajlovic er 41 árs gamall Serbi sem lék með ítölsku liðunum Roma, Sampdoria, Lazio og Internazionale á árunum 1992 til 2006. Hann varð ítalskur meistari með Lazio 2000 og með Inter 2006.
Mihajlovic skoraði 11 mörk í 63 landsleikjum með Júgóslavíu og Serbíu frá 1991 til 2003. Hann var þekktur fyrir að skora beint úr aukaspyrnum en hann spilaði vanalega aftarlega á vellinum.
Mihajlovic byrjaði þjálfara ferill sinn sem aðstoðarþjálfari Roberto Mancini hjá Internazionale en var rekinn úr fyrsta starfi sínu sem aðalþjálfari þegar hann stýrði liði Bologna 2008-2009.
