Hamilton: Aldrei meiri samkeppni 18. júní 2010 15:00 Jenson Button og Lewis Hamilton hafa báðir unnið tvo sigra á árinu. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er efstur í stigamóti ökumanna eftir tvo sigra í röð og spjallaði um stöðu mála á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Fimm mismunandi ökumenn hafa leitt stigamótið til þess, en átta mótum er lokið og ellefu eftir. "Það er ótrúlega mikil samkeppni í íþrótt okkar og mismunandi lið eru að toppa á mismunandi tíma. Það er mikilvægt að halda stöðugleika og ná stigum í hverju móti og fækka mistökum, rétt eins og að vinna einstök mót. Ég held að það sé óhætt að segja það í fyrsta skipti um Formúlu 1., sagði Hamilton í spjalli sínu. "Hvort það er stigakerfið nýja eða að allt að 10 ökumenn eru með tæki og tól til að sigra, þá verða menn að gefa allt sitt í hver mót. Ég elska þá staðreynd, því þannig vill ég keppa." "Það er frábært að vera í forystu, en ég tek engu sem sjálfsögðum hlut, sökum þess hve samkeppnin er mikil. Ég verð að berjast fyrir hverjum hring, hverju stigi í þeim ellefu mótum sem eftir eru. Ég er fimmti ökumaðurinn á árinu sem nær að vera í efsta sæti og því ljóst að það er ekki auðvelt að halda toppsætinu", sagði Hamilton. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er efstur í stigamóti ökumanna eftir tvo sigra í röð og spjallaði um stöðu mála á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Fimm mismunandi ökumenn hafa leitt stigamótið til þess, en átta mótum er lokið og ellefu eftir. "Það er ótrúlega mikil samkeppni í íþrótt okkar og mismunandi lið eru að toppa á mismunandi tíma. Það er mikilvægt að halda stöðugleika og ná stigum í hverju móti og fækka mistökum, rétt eins og að vinna einstök mót. Ég held að það sé óhætt að segja það í fyrsta skipti um Formúlu 1., sagði Hamilton í spjalli sínu. "Hvort það er stigakerfið nýja eða að allt að 10 ökumenn eru með tæki og tól til að sigra, þá verða menn að gefa allt sitt í hver mót. Ég elska þá staðreynd, því þannig vill ég keppa." "Það er frábært að vera í forystu, en ég tek engu sem sjálfsögðum hlut, sökum þess hve samkeppnin er mikil. Ég verð að berjast fyrir hverjum hring, hverju stigi í þeim ellefu mótum sem eftir eru. Ég er fimmti ökumaðurinn á árinu sem nær að vera í efsta sæti og því ljóst að það er ekki auðvelt að halda toppsætinu", sagði Hamilton.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira