Hver er þessi Rooney Mara? 18. ágúst 2010 09:30 Rooney Mara hreppti hið eftirsóknaverða hlutverk tölvuhakkarans Lisbeth Salander í bandarísku endurútgáfu Millenium-þríleyksins. Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftirsóknarverðustu kvenhlutverkum í kvikmyndaheiminum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Hollywood? Hin 25 ára Mara hefur leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Law and Order og ER. Hún er erfingi fótboltaveldis en faðir hennar er einn af eigendum New York Giants og langafi hennar átti Pittsburg Steelers. Frændur hennar eru stórlaxar hjá báðum liðum og Rooney hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum að það sé ameríski fótboltinn sem haldi fjölskyldunni saman. Systir hennar er sjónvarpsþáttaleikkonan Kate Mara sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck. Hin íslensk ættaða Noomi Rapace styður val Fincher. Mikið var rætt og ritað í kvikmyndamiðlum um hvort David Fincher, leikstjóri myndanna, myndi velja reynda eða óreynda leikkonu í hlutverk Salander en það þykir ákaflega krefjandi og um leið eitt það safaríkasta. Margar af frægustu ungu leikkonum kvikmyndabransans á borð við Scarlett Johanson, Natalie Portman, Ellen Page og Keiru Knigthley hafa sóst eftir að því leika tölvuhakkarann og meðal annars mætt í prufur, eitthvað sem slíkar stórstjörnur eru ekki vanar að gera. Fincher ákvað hins vegar að veðja á hina óþekktu Rooney Mara, eins og margir höfðu lagt hart að honum að gera, meðal annars Noomi Rapace sem lék einmitt Salander í sænsku myndunum. Daniel Craig leikur Mikael Blomkvist sem heillast af hakkaranum og raunar öllum konum sem hann kemst í kynni við. Frumraun Rooney Mara í burðarhlutverki á hvíta tjaldinu var í hryllingsmyndinni Nightmare on Elm Street sem var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Mara mun einnig koma fyrir sjónir íslenskra áhorfenda í myndinni Social Network sem fjallar um upphafið að Facebook en þar leikur Mara eina af kærustum stofnanda samskiptavefjarins. Leikstjóri þeirrar myndar er einmitt áðurnefndur Fincher. Búið er að ráða í flest burðarhlutverk fyrstu myndarinnar, Karlar sem hata konur. Þau Daniel Craig og Robin Wright leika Mikael Blomkvist og Ericu Berger ásamt því að sænski leikarinn Stellan Skarsgård bregður sér í hlutverk Martins Vagner. Tökur á myndinni hefjast í næsta mánuði í Svíþjóð. Sögusagnir eru uppi um að Fincher vilji að allir leikararnir tali með sænskum hreim þótt það verði að teljast heldur ólíklegt. Stellan Skarsgård leikur óþokkann Martin Vanger í Karlar sem hata konur. Þá er þegar byrjað að undirbúa tökur á myndum tvö og þrjú en þær eiga að vera teknar upp á sama tíma. Áætluð frumsýning á fyrstu myndinni er 21. desember 2011. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Leikkonan Rooney Mara hefur landað einu af eftirsóknarverðustu kvenhlutverkum í kvikmyndaheiminum í dag, sjálfri Lisbeth Salander, tölvuhakkaranum og pönkaranum úr þríleik Stiegs Larsson. En hver er þessi óþekkta leikkona sem á eftir að skjótast hratt upp frægðarstigann í Hollywood? Hin 25 ára Mara hefur leikið lítil hlutverk í sjónvarpsþáttaröðum á borð við Law and Order og ER. Hún er erfingi fótboltaveldis en faðir hennar er einn af eigendum New York Giants og langafi hennar átti Pittsburg Steelers. Frændur hennar eru stórlaxar hjá báðum liðum og Rooney hefur látið hafa það eftir sér í viðtölum að það sé ameríski fótboltinn sem haldi fjölskyldunni saman. Systir hennar er sjónvarpsþáttaleikkonan Kate Mara sem margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Nip/Tuck. Hin íslensk ættaða Noomi Rapace styður val Fincher. Mikið var rætt og ritað í kvikmyndamiðlum um hvort David Fincher, leikstjóri myndanna, myndi velja reynda eða óreynda leikkonu í hlutverk Salander en það þykir ákaflega krefjandi og um leið eitt það safaríkasta. Margar af frægustu ungu leikkonum kvikmyndabransans á borð við Scarlett Johanson, Natalie Portman, Ellen Page og Keiru Knigthley hafa sóst eftir að því leika tölvuhakkarann og meðal annars mætt í prufur, eitthvað sem slíkar stórstjörnur eru ekki vanar að gera. Fincher ákvað hins vegar að veðja á hina óþekktu Rooney Mara, eins og margir höfðu lagt hart að honum að gera, meðal annars Noomi Rapace sem lék einmitt Salander í sænsku myndunum. Daniel Craig leikur Mikael Blomkvist sem heillast af hakkaranum og raunar öllum konum sem hann kemst í kynni við. Frumraun Rooney Mara í burðarhlutverki á hvíta tjaldinu var í hryllingsmyndinni Nightmare on Elm Street sem var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Mara mun einnig koma fyrir sjónir íslenskra áhorfenda í myndinni Social Network sem fjallar um upphafið að Facebook en þar leikur Mara eina af kærustum stofnanda samskiptavefjarins. Leikstjóri þeirrar myndar er einmitt áðurnefndur Fincher. Búið er að ráða í flest burðarhlutverk fyrstu myndarinnar, Karlar sem hata konur. Þau Daniel Craig og Robin Wright leika Mikael Blomkvist og Ericu Berger ásamt því að sænski leikarinn Stellan Skarsgård bregður sér í hlutverk Martins Vagner. Tökur á myndinni hefjast í næsta mánuði í Svíþjóð. Sögusagnir eru uppi um að Fincher vilji að allir leikararnir tali með sænskum hreim þótt það verði að teljast heldur ólíklegt. Stellan Skarsgård leikur óþokkann Martin Vanger í Karlar sem hata konur. Þá er þegar byrjað að undirbúa tökur á myndum tvö og þrjú en þær eiga að vera teknar upp á sama tíma. Áætluð frumsýning á fyrstu myndinni er 21. desember 2011. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira