Mesti hávaðinn í trompetinum 4. desember 2010 19:15 Kristjón Daðason stundar nám við hinn virta Tónlistarháskóla í Árósum í Danmörku. Kristjón Daðason frá Stykkishólmi stundar trompetnám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku og stendur sig með prýði. Hinn sextán ára Baldvin Oddsson er ekki eini ungi trompetleikarinn sem er að gera það gott í útlöndum því Kristjón Daðason, 25 ára úr Stykkishólmi, er á þriðja ári við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við verk hans því hann spilaði inn á síðustu plötu Diktu, Get It Together, og kom við sögu í hinu vinsæla lagi Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi. Einnig spilaði hann inn á plötu Ampop, Sail to the Moon. „Þetta er í rauninni bara snilld," segir Kristjón um skólann í Árósum, sem er mjög virtur. Hann er með fjórtán öðrum trompetleikurum í bekk og er það stærsti bekkur skólans, með nemendum frá níu löndum. Kristjón byrjaði sjö ára að læra á trompet hjá pabba sínum, Daða Þór Einarssyni, sem var tónlistarskólastjóri í Stykkishólmi en er núna stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. „Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára að spila á blokkflautu. Pabbi hafði verið með puttana í því en svo byrjaði ég á harmonikku. Mig minnir að mig hafi síðan langað að spila á eitthvert blásturshljóðfæri og það var mesti hávaðinn í trompetinum," segir Kristjón. Undanfarin ár hefur hann verið duglegur að spila með sinfóníuhljómsveitum áhugamanna víða um Danmörku og um helgina fer hann til Þýskalands til að spila með einni slíkri. Hann er að ljúka BA-prófi í skólanum um þessar mundir en stefnir á tveggja ára meistaranám. Í framhaldinu langar hann að kenna á trompet og jafnvel spila með sinfóníuhljómsveit. Spurður hvort trompetleikararnir í skólanum njóti kvenhylli segir hinn einhleypi Kristjón: „Ég er ekki bestur í mínum bekk en það er einn snillingur sem er mjög góður. Ef þú ert bestur í skólanum eru stelpurnar alveg að sýna þér áhuga." Um jólin ætlar hann að dvelja í Árósum og leikur þar meðal annars í kirkjum en um áramótin kemur hann heim og leikur á trompetinn í Lágafellskirkju á gamlárskvöld. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira
Kristjón Daðason frá Stykkishólmi stundar trompetnám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku og stendur sig með prýði. Hinn sextán ára Baldvin Oddsson er ekki eini ungi trompetleikarinn sem er að gera það gott í útlöndum því Kristjón Daðason, 25 ára úr Stykkishólmi, er á þriðja ári við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við verk hans því hann spilaði inn á síðustu plötu Diktu, Get It Together, og kom við sögu í hinu vinsæla lagi Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi. Einnig spilaði hann inn á plötu Ampop, Sail to the Moon. „Þetta er í rauninni bara snilld," segir Kristjón um skólann í Árósum, sem er mjög virtur. Hann er með fjórtán öðrum trompetleikurum í bekk og er það stærsti bekkur skólans, með nemendum frá níu löndum. Kristjón byrjaði sjö ára að læra á trompet hjá pabba sínum, Daða Þór Einarssyni, sem var tónlistarskólastjóri í Stykkishólmi en er núna stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. „Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára að spila á blokkflautu. Pabbi hafði verið með puttana í því en svo byrjaði ég á harmonikku. Mig minnir að mig hafi síðan langað að spila á eitthvert blásturshljóðfæri og það var mesti hávaðinn í trompetinum," segir Kristjón. Undanfarin ár hefur hann verið duglegur að spila með sinfóníuhljómsveitum áhugamanna víða um Danmörku og um helgina fer hann til Þýskalands til að spila með einni slíkri. Hann er að ljúka BA-prófi í skólanum um þessar mundir en stefnir á tveggja ára meistaranám. Í framhaldinu langar hann að kenna á trompet og jafnvel spila með sinfóníuhljómsveit. Spurður hvort trompetleikararnir í skólanum njóti kvenhylli segir hinn einhleypi Kristjón: „Ég er ekki bestur í mínum bekk en það er einn snillingur sem er mjög góður. Ef þú ert bestur í skólanum eru stelpurnar alveg að sýna þér áhuga." Um jólin ætlar hann að dvelja í Árósum og leikur þar meðal annars í kirkjum en um áramótin kemur hann heim og leikur á trompetinn í Lágafellskirkju á gamlárskvöld. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Sjá meira