Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Króötum á morgun.
Leikið er ytra en leikurinn er liður í undankeppni HM.
Sigurður gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu en Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur.
Leikurinn hefst klukkan 13.30 á morgun.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Þóra B. Helgadóttir
Hægri bakvörður: Sif Atladóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Dóra Stefánsdóttir
Varnartengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
Sóknartengiliður: Guðný Björk Óðinsdóttir
Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir
Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir