Webber jók forskotið í stigamótinu 10. október 2010 12:50 Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna. Mynd: Getty Images Mark Webber er kominn með 14 stiga forskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna eftir að hafa náð öðru sæti í mótinu í Singapúr í dag. Webber er með 220 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206, Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Þremur mótum er ólokið og hlutirnir líta vænlega út fyrir Webber, en eftir á að keppa í Suður Kóreu á nýrri braut, Brasilíu og Abu Dhabi. Staðan hefur breyst talsvert síðustu vikurnar í stigakeppninni. "Fyrir tveimur vikum var Lewis aðal keppinauturinn, síðan Fernando. Þetta breytist hratt, en mest er um vert að þetta er að skríða í rétta átt og ég þarf að halda þessu áfram", sagði Webber á fréttamannafundi. "Sebastian átti sigurinn skilinn í dag, vann sitt verk vel, en við höfum séð það að fimmenningarnir í titlslagnum geta allir unnið mót. Eða fjórir. Jenson hefur náð góðum mótum í rigningu, en þegar það er þurrt hafa hinir fjórir barist. Ég þarf að vinna sigur og ég get gert það. Það kæmi sér vel, en áreiðanleiki bílsins skiptir líka máli ásamt fjölda annarra þátta." Engin ökumannanna hafa ekið á næstu braut, sem er í Suður Kóreu, en um tíma var óljóst hvort keppnin færi fram. Framkvæmdir hafa tafist en FIA mun skoða brautina í vikunni hvað öryggi og búnað varðar. Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber er kominn með 14 stiga forskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna eftir að hafa náð öðru sæti í mótinu í Singapúr í dag. Webber er með 220 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206, Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Þremur mótum er ólokið og hlutirnir líta vænlega út fyrir Webber, en eftir á að keppa í Suður Kóreu á nýrri braut, Brasilíu og Abu Dhabi. Staðan hefur breyst talsvert síðustu vikurnar í stigakeppninni. "Fyrir tveimur vikum var Lewis aðal keppinauturinn, síðan Fernando. Þetta breytist hratt, en mest er um vert að þetta er að skríða í rétta átt og ég þarf að halda þessu áfram", sagði Webber á fréttamannafundi. "Sebastian átti sigurinn skilinn í dag, vann sitt verk vel, en við höfum séð það að fimmenningarnir í titlslagnum geta allir unnið mót. Eða fjórir. Jenson hefur náð góðum mótum í rigningu, en þegar það er þurrt hafa hinir fjórir barist. Ég þarf að vinna sigur og ég get gert það. Það kæmi sér vel, en áreiðanleiki bílsins skiptir líka máli ásamt fjölda annarra þátta." Engin ökumannanna hafa ekið á næstu braut, sem er í Suður Kóreu, en um tíma var óljóst hvort keppnin færi fram. Framkvæmdir hafa tafist en FIA mun skoða brautina í vikunni hvað öryggi og búnað varðar.
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti