Reggina hefur lánað Emil Hallfreðsson til Hellas Verona sem leikur í C-deildinni á Ítalíu. Verona opinberar þetta á heimasíðu sinni.
Framtíð Emils hefur verið í lausu lofti en hann var í fyrra lánaður til Barnsley á Englandi þar sem hann meiddist illa.
Verona mun hafa forkaupsrétt á honum eftir að lánssamningnum lýkur.