West Ham seldi í dag Ítalann Alessandro Diamanti til Brescia á Ítalíu. Kaupverðið er 1.8 milljónir punda.
Þessi 27 ára gamli framherji kostaði West Ham 6 milljónir punda er hann var keyptur frá Livorno fyrir ári síðan.
Hann lék aðeins í 17 mínútur í fyrstu tveim leikjum West Ham á tímabilinu og var augljóslega ekki í náðinni hjá stjóranum, Avram Grant.
West Ham mun nota peningana til þess að kaupa leikmann í hans stað.