Það verður ítalskur dómarakvartett á viðureign Íslands og Noregs á Laugardalsvelli á föstudag. Dómarinn heitir Luca Banti og er fæddur 1974.
Hann var gerður að milliríkjadómara í fyrra en hann dæmdi leik Bari og Juventus um síðustu helgi.
Dómaraeftirlitsmaður leiksins kemur frá Þýskalandi og eftirlitsmaður UEFA er frá Wales.