Webber og Vettel frjálst að berjast 25. september 2010 08:40 Sebastian Vettel og Mark Webber voru fljótastir í Singapúr í gær og mega keppa innbyrðis um titilinn. Mynd: Getty Images Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær. Ökumenn sem keppa í Singapúr um helgina aka á æfingum í dag og verður lokaæfingin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem er á sama tíma á Stöð 2 Sport. Tímatakan verður svo endursýnd kl. 17.30 á Stöð 2 Sport í dag. "Við styðjum bæði Mark og Sebastian. Þeim er frjálst að keppa. Á meðan annar þeirra er ekki út úr myndinni í titilslagnum, þá skiptum við okkur af þeim", sagði Mateschitz um ökumenn sína á autosport.com. Ef Mark hefði unnið á Monza og Sebastian fallið úr leik, þá hefði Red Bull skoðað stöðuna. Aðspurður um hvort Vettel þyrfti stuðning vegna mikillar ákefðar við stýrið sagði Mateschitz. "Hann þarf engan stuðning, þó það geti átt við aðra. Vettel veit að hann er á einum besta bílnum og reynir af kappi", sagði eigandi Red Bull, en Vettel hefur gert nokkuð af mistökum á árinu og keyrði m.a. á Webber í slag um fyrsta sætið í einu mótinu. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær. Ökumenn sem keppa í Singapúr um helgina aka á æfingum í dag og verður lokaæfingin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem er á sama tíma á Stöð 2 Sport. Tímatakan verður svo endursýnd kl. 17.30 á Stöð 2 Sport í dag. "Við styðjum bæði Mark og Sebastian. Þeim er frjálst að keppa. Á meðan annar þeirra er ekki út úr myndinni í titilslagnum, þá skiptum við okkur af þeim", sagði Mateschitz um ökumenn sína á autosport.com. Ef Mark hefði unnið á Monza og Sebastian fallið úr leik, þá hefði Red Bull skoðað stöðuna. Aðspurður um hvort Vettel þyrfti stuðning vegna mikillar ákefðar við stýrið sagði Mateschitz. "Hann þarf engan stuðning, þó það geti átt við aðra. Vettel veit að hann er á einum besta bílnum og reynir af kappi", sagði eigandi Red Bull, en Vettel hefur gert nokkuð af mistökum á árinu og keyrði m.a. á Webber í slag um fyrsta sætið í einu mótinu.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira