Forráðamenn ítalska úrvalsdeildarliðsins Juventus ætla sér að reyna að fá Edin Dzeko, leikmann Wolfsburg, næsta sumar fyrst það tókst ekki nú.
Dzeko var afar eftirsóttur í sumar og var Juventus eitt félaganna sem vildi fá hann í sínar raðir.
„Dzeko er einn sterkasti leikmaður Evrópu í dag," sagði Giuseppe Marotta, framkvæmdarstjóri Juventus við ítalska fjölmiðla. „Við vildum fá hann og reyndum allt sem við gátum til að fá hann í sumar. En Dieter Höness vildi alls ekki selja hann."
„Við munum reyna aftur en það læðist að mér sá grunur að hann muni á endanum spila með Bayern München."