Vettel hræðist ekki veðurspánna 17. apríl 2010 08:09 Sebastian Vettel ók listavel í tímatökunni í Sjanghæ í dag á Red Bull. Mynd: Getty Images Sebasstian Vettel var að vonum sáttur við að ná besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu af fjórum í Formúlu 1 í Sjanghæ í morgun. "Þetta var erfitt í dag. Ég var ekkert sérlega ánægður í gær og Mark var fljótari en ég á æfingu í morgun. Við breyttum bílnum og ég stillti bílnum upp svipað og Mark haffði gert. Ég náði svo tveimur mjög góðum hringjum í lokaumferð tímatökunnar. Seinni hringurinn var frábær og fjórði ráspólinn staðreynd fyrir Red Bull í röð. Við erum búnir að sanna að við erum góðir á öllum gerðum brauta, alltaf á toppnum", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Vettel hafði verið i basli með bílinn, en naut góðs af uppstillingu Mark Webbers, sem náði svo öðru sæti á eftir Vettel í tímatökunni. Sterk liðsheild þarna á ferð og góð samvinna liðsfélaga í öndvegi. "Ég vil þakka tæknimönnum mínum sérstaklega fyrir. Þeir hafa ekki fengið hádegismat, þar sem við þurftum að breyta bílnum talsvert á milli lokaæfingarinnar og tímatökunnar." "Ég held að það rigni á morgun og það verður bara spurning um hvenær, ekki hvort. Svipað og í tveimur síðustu mótum, en við hræðumst ekki rigninguna en veðurspáin er ekki björt. Bara spurning hvort það verður blautt alla keppnina eður ei. Ef það rignir er best að vera fremstur á ráslínu og með besta útsýnið. Hvort sem það verður blautt eða þurrt, þá erum við vel í stakk búnir", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum er á Stöð 2 Sport kl. 06.30 á sunnudag. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebasstian Vettel var að vonum sáttur við að ná besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu af fjórum í Formúlu 1 í Sjanghæ í morgun. "Þetta var erfitt í dag. Ég var ekkert sérlega ánægður í gær og Mark var fljótari en ég á æfingu í morgun. Við breyttum bílnum og ég stillti bílnum upp svipað og Mark haffði gert. Ég náði svo tveimur mjög góðum hringjum í lokaumferð tímatökunnar. Seinni hringurinn var frábær og fjórði ráspólinn staðreynd fyrir Red Bull í röð. Við erum búnir að sanna að við erum góðir á öllum gerðum brauta, alltaf á toppnum", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Vettel hafði verið i basli með bílinn, en naut góðs af uppstillingu Mark Webbers, sem náði svo öðru sæti á eftir Vettel í tímatökunni. Sterk liðsheild þarna á ferð og góð samvinna liðsfélaga í öndvegi. "Ég vil þakka tæknimönnum mínum sérstaklega fyrir. Þeir hafa ekki fengið hádegismat, þar sem við þurftum að breyta bílnum talsvert á milli lokaæfingarinnar og tímatökunnar." "Ég held að það rigni á morgun og það verður bara spurning um hvenær, ekki hvort. Svipað og í tveimur síðustu mótum, en við hræðumst ekki rigninguna en veðurspáin er ekki björt. Bara spurning hvort það verður blautt alla keppnina eður ei. Ef það rignir er best að vera fremstur á ráslínu og með besta útsýnið. Hvort sem það verður blautt eða þurrt, þá erum við vel í stakk búnir", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum er á Stöð 2 Sport kl. 06.30 á sunnudag.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira