Ráðherra boðaði til fundar um fæðuöryggi Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. apríl 2010 17:01 Jón Bjarnason vildi funda um fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar. mynd/ GVA. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í ráðuneytinu í dag um möguleg áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á landbúnað og sjávarútveg og viðbrögð við því. Tilgangurinn með fundinum var að meta eins og hægt var á þessum tíma möguleg áhrif gossins á landbúnað þ.m.t. heilbrigði dýra, sjávarútveg, matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar og aðra þætti sem falla undir ráðuneytið og tryggja að hlutaðeigandi stofnanir og samtök séu tilbúin að takast á við þau verkefni sem nauðsyn getur borið til. Fyrir liggur að áhrifin verða mest á landbúnað og ekki síst heilbrigði búfjár á þeim svæðum sem áhrif gossins ná til. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar frá Matvælastofnun, Hafrannsóknastofnuninni, Veiðimálastofnun, MATÍS, Bændasamtökum Íslands, Búnaðarsambandi suðurlands, Samtökum fiskvinnslustöðva og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ennfremur komu til fundarins Ágúst Gunnar Ármannson fulltrúi frá Almannavörnum og Ármann Höskuldsson jarðfræðingur frá Háskóla Íslands og fræddu um gosið og horfurnar framundan eftir því sem vitað er. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákvað að skipa strax starfsshóp undir forystu ráðuneytisins sem hefur það hlutverk að fara yfir og halda utan um samræmdar aðgerðir stofnana og samtaka vegna þessa goss. Er honum ætlað að marka skammtímaaðgerðir og einnig aðgerðir til lengri tíma sem kunna að vera nauðsynlegar. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í ráðuneytinu í dag um möguleg áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á landbúnað og sjávarútveg og viðbrögð við því. Tilgangurinn með fundinum var að meta eins og hægt var á þessum tíma möguleg áhrif gossins á landbúnað þ.m.t. heilbrigði dýra, sjávarútveg, matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar og aðra þætti sem falla undir ráðuneytið og tryggja að hlutaðeigandi stofnanir og samtök séu tilbúin að takast á við þau verkefni sem nauðsyn getur borið til. Fyrir liggur að áhrifin verða mest á landbúnað og ekki síst heilbrigði búfjár á þeim svæðum sem áhrif gossins ná til. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar frá Matvælastofnun, Hafrannsóknastofnuninni, Veiðimálastofnun, MATÍS, Bændasamtökum Íslands, Búnaðarsambandi suðurlands, Samtökum fiskvinnslustöðva og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ennfremur komu til fundarins Ágúst Gunnar Ármannson fulltrúi frá Almannavörnum og Ármann Höskuldsson jarðfræðingur frá Háskóla Íslands og fræddu um gosið og horfurnar framundan eftir því sem vitað er. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákvað að skipa strax starfsshóp undir forystu ráðuneytisins sem hefur það hlutverk að fara yfir og halda utan um samræmdar aðgerðir stofnana og samtaka vegna þessa goss. Er honum ætlað að marka skammtímaaðgerðir og einnig aðgerðir til lengri tíma sem kunna að vera nauðsynlegar.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira