Alonso kjörinn sá besti af framkvæmdarstjórum keppnisliða 2. desember 2010 17:00 Kapparnir sem urðu efstir í kosningu framkvæmdarstjóra keppnisliða, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Fernando Alonso. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Tímaritið Autosport stóð fyrir kosningu á besta Formúlu 1 ökumanni ársins á meðal tólf framkvæmdarstjóra keppnisliða. Kosningin var leynileg, en var birt í nýjasta eintaki tímaritsins í vikunni. Spánverjinn Fernando Alonso varð fyrir valinu. Framkvæmdarstjórar liðanna þurftu að gefa tíu ökumönnum stig, eins og gert er í Formúlu 1, frá 25 stigum niður í 1. Alonso fékk 9 stigum meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel, en Alonso varð fjórði í sama kjöri í fyrra.Vettel var efstur í kjöri framkvæmdarstjóra í fyrra, þó hann yrði ekki meistari. Nýliðinn Nico Hulkenberg komst í 8.-9. sæti ásamt Rubens Barrichello, en Hulkenberg er hættur hjá Wiliams liðinu og Pastor Maldonado kominn í hans stað. Niðurstaða kosningarinnar er hér að neðan, að atkvæði framkvæmdarstjóra Ferrari meðtöldu, en það kom of seint til að birtast í tímaritinu sjálfu, en birtist á vefsíðunni autosport.com. Einn framkvæmdarstjóri vildi bara velja um fyrstu þrjá ökumennina, vegna mismunar á bílum sem keppendur höfðu yfir að ráða. Stigin sem ökumenn fengu samkvæmt frétt um málið á autosport.com. 1. Alonso 229 2. Vettel 220 3. Hamilton 196 4. Webber 146 5. Kubica 129 6. Button 86 7. Rosberg 68 8-9. Hulkenberg 17 8-9. . Massa 17 10. Barrichello 11 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Tímaritið Autosport stóð fyrir kosningu á besta Formúlu 1 ökumanni ársins á meðal tólf framkvæmdarstjóra keppnisliða. Kosningin var leynileg, en var birt í nýjasta eintaki tímaritsins í vikunni. Spánverjinn Fernando Alonso varð fyrir valinu. Framkvæmdarstjórar liðanna þurftu að gefa tíu ökumönnum stig, eins og gert er í Formúlu 1, frá 25 stigum niður í 1. Alonso fékk 9 stigum meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel, en Alonso varð fjórði í sama kjöri í fyrra.Vettel var efstur í kjöri framkvæmdarstjóra í fyrra, þó hann yrði ekki meistari. Nýliðinn Nico Hulkenberg komst í 8.-9. sæti ásamt Rubens Barrichello, en Hulkenberg er hættur hjá Wiliams liðinu og Pastor Maldonado kominn í hans stað. Niðurstaða kosningarinnar er hér að neðan, að atkvæði framkvæmdarstjóra Ferrari meðtöldu, en það kom of seint til að birtast í tímaritinu sjálfu, en birtist á vefsíðunni autosport.com. Einn framkvæmdarstjóri vildi bara velja um fyrstu þrjá ökumennina, vegna mismunar á bílum sem keppendur höfðu yfir að ráða. Stigin sem ökumenn fengu samkvæmt frétt um málið á autosport.com. 1. Alonso 229 2. Vettel 220 3. Hamilton 196 4. Webber 146 5. Kubica 129 6. Button 86 7. Rosberg 68 8-9. Hulkenberg 17 8-9. . Massa 17 10. Barrichello 11
Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira