Handbolti

Fram mætir Val í úrslitunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram.
Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram. Mynd/Valli

Það verða Fram og Valur sem mætast í úrslitum deildarbikarkeppni kvenna eftir sigur fyrrnefnda liðsins á Fylki í undanúrslitum í dag, 29-25.

Fylkir byrjaði miklu betur og komst snemma í 6-2. Fylkir náði að halda forystunni til loka fyrri hálfleiksins en Framarar jöfnuðu á hana jafnt og þétt. Staðan í hálfleik var 13-12.

Fylkir hélt undirtökunum fyrst um sinn í síðari hálfleik en Framrar voru sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum fjögurra marka sigur.

Valur vann fyrr í dag sigur á Stjörnunni í hinni undanúrslitaviðureigninni, 29-27. Úrslitaleikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Strandgötu klukkan 20.00 annað kvöld.

Fram - Fylkir 29-25 (12-13)

Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 7, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5, Marthe Sördal 5, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, María Karlsdóttir 1.

Mörk Fylkis: Jóhanna Kolbrún Tryggvadóttir 6, Sunna María Einarsdóttir 6, Nataly Sæunn Valencia 6, Sunna Jónsdóttir 4, Tinna Soffía Traustadóttir 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×