Handbolti

Tuttugasti leikur ríkjandi heimsmeistara í Höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkarnir fagna sigri á EM í Austurríki.
Frakkarnir fagna sigri á EM í Austurríki. Mynd/DIENER
Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir mæta Heims- Ólympíu og Evrópumeisturum Frakka í Laugardalshöllinni. Það er uppselt á leikinn sem hefst klukkan 20.15 og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Þetta er í tíunda sinn sem ríkjandi heimsmeistarar heimsækja Ísland en auk þessa lék íslenska landsliðið við heimsmeistara Rússa í HM 1995 sem var haldið á Íslandi. Leikurinn í kvöld verður tuttugasti leikur ríkjandi heimsmeistara í Höllinni.

Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins náð að vinna ríkjandi heimsmeistara tvisvar sinnum í Höllinni og báðir sigrarnir komu gegn Júgóslövum árið 1987 eða fyrir 23 árum síðan.

Íslenska liðið hefur einnig náð tveimur jafnteflum á móti ríkjandi heimsmeisturum, fyrst á móti Rúmenum 1971 og svo á móti Svíum 1990. Íslenska liðið hefur síðan tapað 15 af þessum 19 leikjum sínum við ríkjandi heimsmeistara.

Heimsóknir heimsmeistara í Höllina



HM 1964 Rúmenía


Fim. 5.mar.1966 Ísland-Rúmenía 17-23

Fim. 6.mar.1966 Ísland-Rúmenía 15-16

HM 1967 Tékkóslóvakía

Fim. 3.des.1967 Ísland-Tékkóslóvakía 17-19

Fim. 4.des.1967 Ísland-Tékkóslóvakía 14-18

Fim. 12.jan.1969 Ísland-Tékkóslóvakía 17-21

Fim. 14.jan.1969 Ísland-Tékkóslóvakía 12-13

HM 1970 Rúmenía

Fim. 7.mar.1971 Ísland-Rúmenía 18-22

Fim. 9.mar.1971 Ísland-Rúmenía 14-14

HM 1978 Vestur-Þýskaland

Fös. 14.nóv.1980 Ísland-Vestur-Þýskaland 9-16

Sun. 16.nóv.1980 Ísland-Vestur-Þýskaland 17-19

HM 1982 Sovétríkin

Fim. 15.mar.1984 Ísland-Sovétríkin 21-25

Lau. 17.mar.1984 Ísland-Sovétríkin 19-22

HM 1986 Júgóslavía

Mán. 23.feb.1987 Ísland-Jógóslavía 19-20

Þri. 24.feb.1987 Ísland-Jógóslavía 24-20

Þri. 8.des.1987 Ísland-Jógóslavía 25-22

Mið. 9.des.1987 Ísland-Jógóslavía 27-28

HM 1990 Svíþjóð

Fim. 27.des.1990 Ísland-Svíþjóð 22-22

Sun. 30.des.1990 Ísland-Svíþjóð 25-30

HM 1993 Rússland

Þri. 16.maí.1995 (HM 1995) Ísland-Rússland 12-25

HM 2009

Fös. 16. apríl Ísland-Frakkland ??-??

Lau. 17. apríl Ísland-Frakkland ??-??






Fleiri fréttir

Sjá meira


×