Fótbolti

Forsætisráðherra Spánar spáir Barca 4-2 sigri á móti Real

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Luis Rodriguez Zapatero.
Jose Luis Rodriguez Zapatero. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar er viss um að Barcelona-liðið muni vinna El Clasico á móti Real Madrid en leikurinn fer fram á Camp Nou á mánudagskvöldið. Ráðherrann er reyndar hlutdrægur því hann er harður stuðningsmaður Barcelona.

Zapatero getur þó ekki horft á leikinn þar sem að hann er upptekinn á fundi Evrópusambandslanda í Líbíu en segist ætla passa upp á það að einhver sendi höndum textaskilaboð með úrslitunum úr leiknum.

Zapatero hrósar Barcelona fyrir leik sinn sem hann telur oft minna á skák. Hann segist þó bera virðingu fyrir Jose Mourinho en telur að Josep Guardiola sé betri þjálfari. Hann er líka hrifnari af Lionel Messi en Cristiano Ronaldo.

Real Madrid er með eins stigs forustu á Barcelona á toppnum og hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Barcelona getur komist á toppinn með sigri en liðið vann báða El Clasico leikina í fyrra og tryggði sér með því spænska meistaratitilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×