Kálsopi Líf Magneudóttir skrifar 17. júní 2010 06:00 Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar. Hins vegar eru til mýmörg dæmi um að sameiningar hafi orðið til trafala bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Fyrir því eru margar ástæður. Í sumum tilvikum flækist stjórnkerfið um of og boðleiðir verða flóknar sem gerir vinnuna erfiðari. Í öðrum tilvikum passar kúltúrinn einfaldlega ekki saman. Að ná fram hagræðingu úr sameiningum stofnana eða fyrirtækja getur tekið talsverðan tíma, jafnvel mörg ár, og þarfnast alltaf nokkurrar yfirlegu. Sjálfsagt er það þess vegna sem mörgum brá í brún þegar nýr meirihluti í Reykjavík tilkynnti um stórfelldar breytingar á nefndaskipulagi Reykjavíkurborgar. Hagræðingin tók ekki nema fimmtán daga. Vitaskuld er enginn á móti hagræðingu og aðhaldi og ætla ég síst af öllum að setja mig upp á móti því að reynt sé að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Ég verð að treysta því að um sé að ræða úthugsaðar tillögur og að allar ákvarðanir hafi verið teknar af mikilli yfirvegun og skynsemi. Hins vegar má ætla að nýr meirihluti hafi verið að flýta sér dálítið þegar í ljós kom við skipun formanns stjórnar Strætó bs. að fulltrúi Besta flokksins uppfyllti ekki starfsgengisskilyrðin. Hefur einhverjum líklega láðst að fletta upp lögum og reglum í því tilviki. En þar gildir vonandi hið fornkveðna: Fall er faraheill! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðanir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar. Hins vegar eru til mýmörg dæmi um að sameiningar hafi orðið til trafala bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Fyrir því eru margar ástæður. Í sumum tilvikum flækist stjórnkerfið um of og boðleiðir verða flóknar sem gerir vinnuna erfiðari. Í öðrum tilvikum passar kúltúrinn einfaldlega ekki saman. Að ná fram hagræðingu úr sameiningum stofnana eða fyrirtækja getur tekið talsverðan tíma, jafnvel mörg ár, og þarfnast alltaf nokkurrar yfirlegu. Sjálfsagt er það þess vegna sem mörgum brá í brún þegar nýr meirihluti í Reykjavík tilkynnti um stórfelldar breytingar á nefndaskipulagi Reykjavíkurborgar. Hagræðingin tók ekki nema fimmtán daga. Vitaskuld er enginn á móti hagræðingu og aðhaldi og ætla ég síst af öllum að setja mig upp á móti því að reynt sé að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Ég verð að treysta því að um sé að ræða úthugsaðar tillögur og að allar ákvarðanir hafi verið teknar af mikilli yfirvegun og skynsemi. Hins vegar má ætla að nýr meirihluti hafi verið að flýta sér dálítið þegar í ljós kom við skipun formanns stjórnar Strætó bs. að fulltrúi Besta flokksins uppfyllti ekki starfsgengisskilyrðin. Hefur einhverjum líklega láðst að fletta upp lögum og reglum í því tilviki. En þar gildir vonandi hið fornkveðna: Fall er faraheill!
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun