Það kom Sebastian Vettel á óvart að ná besta tíma í tímatökum í Barein í dag.
"Ég er mjög, mjög ánægður að vera fremstur á ráslínu. Samstarfsmenn mínir hafa lítið geta sofið síðustu mánuði og það er góð tilfinning að skila sér á toppinn í ljósi þess", sagði Vettel á blaðamannafundi.
"Það veit engin hvað gerist á morgun. Það gæti orðið spennandi, en gæði orðið leiðinlegt. Ég vonast eftir rólegri keppni, þannig fremstu menn skili sér í þau sæti sem við ræsum af stað í..."
"Fyrsti hluti mótsins verður mikilvægur og menn verða að passa upp á dekkin, en það veit engin hvað er í vændum", sagði Vettel, en bensínáfylling er ekki leyfð í mótum þessa árs, en ökumenn verða að skipa um dekk. Nota tvær mismunandi útgáfur dekkja í hverju móti, mjúka og harða. Keppnisliðin verða því að velja rétta stund til dekkjaskipta.