300. útsending KR-útvarpsins 15. september 2010 10:30 KR-útvarpið Þröstur Emilsson og Bogi Ágústsson við störf í KR-útvarpinu með kaldan á kantinum. Útvarp KR, FM 98,3, fagnar þeim merka áfanga að senda út sína 300. útsendingu á fimmtudag þegar KR tekur á móti Breiðabliki í Frostaskjóli. „Þetta byrjaði 1999. Þá tók yfir ný stjórn í KR-klúbbnum. Daníel Guðlaugsson tók við sem formaður og hann fékk þessa hugmynd. Það voru síðan ég og Sigurjón M. Egilsson sem fengum það hlutverk að athuga hvort þetta væri framkvæmanlegt,“ segir útvarpsstjórinn Höskuldur Höskuldsson. Margir af kunnustu frétta- og blaðamönnum þjóðarinnar hafa komið að útvarpinu. Einnig hafa margir stigið þar sín fyrstu skref sem lýsendur fótboltaleikja. Þar má nefna þjálfarana Heimi Guðjónsson, Guðmund Benediktsson, Willum Þór Þórsson og Pétur Pétursson, auk Andra Sigþórssonar og Kristins Kjærnested. Í sumar hafa þessir staðið vaktina: Þröstur Emilsson, Bogi Ágústsson, Sigurður Pétur Harðarson, Freyr Eyjólfsson, Ágúst Bogason, Hallgrímur Indriðason og Haukur Holm. Fyrstir til að lýsa í KR-útvarpinu voru þeir Kristinn Kjærnested og Pétur Pétursson. Draumurinn um að fá Bjarna Fel til að lýsa rættist í sumar og síðast lýsti hann leik Eyjamanna og KR-inga. Hann verður aftur við hljóðnemann á fimmtudaginn. „Við höfum verið með góðan hóp með okkur sem hefur verið tilbúinn til að starfa með okkur,“ segir Höskuldur. „Sumir sem fóru líka af stað með útvarp árið 1999 eins og Framararnir héldu það ekki út en okkur finnst þetta vera orðinn partur af félaginu að halda úti þessu útvarpi. Nú er komið tólfta starfsárið og ég held að við séum ekkert að fara að hætta í bráð.“ - fb Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Útvarp KR, FM 98,3, fagnar þeim merka áfanga að senda út sína 300. útsendingu á fimmtudag þegar KR tekur á móti Breiðabliki í Frostaskjóli. „Þetta byrjaði 1999. Þá tók yfir ný stjórn í KR-klúbbnum. Daníel Guðlaugsson tók við sem formaður og hann fékk þessa hugmynd. Það voru síðan ég og Sigurjón M. Egilsson sem fengum það hlutverk að athuga hvort þetta væri framkvæmanlegt,“ segir útvarpsstjórinn Höskuldur Höskuldsson. Margir af kunnustu frétta- og blaðamönnum þjóðarinnar hafa komið að útvarpinu. Einnig hafa margir stigið þar sín fyrstu skref sem lýsendur fótboltaleikja. Þar má nefna þjálfarana Heimi Guðjónsson, Guðmund Benediktsson, Willum Þór Þórsson og Pétur Pétursson, auk Andra Sigþórssonar og Kristins Kjærnested. Í sumar hafa þessir staðið vaktina: Þröstur Emilsson, Bogi Ágústsson, Sigurður Pétur Harðarson, Freyr Eyjólfsson, Ágúst Bogason, Hallgrímur Indriðason og Haukur Holm. Fyrstir til að lýsa í KR-útvarpinu voru þeir Kristinn Kjærnested og Pétur Pétursson. Draumurinn um að fá Bjarna Fel til að lýsa rættist í sumar og síðast lýsti hann leik Eyjamanna og KR-inga. Hann verður aftur við hljóðnemann á fimmtudaginn. „Við höfum verið með góðan hóp með okkur sem hefur verið tilbúinn til að starfa með okkur,“ segir Höskuldur. „Sumir sem fóru líka af stað með útvarp árið 1999 eins og Framararnir héldu það ekki út en okkur finnst þetta vera orðinn partur af félaginu að halda úti þessu útvarpi. Nú er komið tólfta starfsárið og ég held að við séum ekkert að fara að hætta í bráð.“ - fb
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira