Fótbolti

Úrslitin á Spáni ráðast í lokaumferðinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna í kvöld.
Leikmenn Barcelona fagna í kvöld.

Barcelona komst heldur betur í hann krappann gegn Sevilla í kvöld en hafði þó sigur og er í toppsætinu fyrir lokaumferð deildarinnar.

Barcelona vann 2-3 í Sevilla. Börsungar komust í 0-3 en fengu svo tvö mörk á sig og allt fór í uppnám. Meistararnir héldu þó út og hafa eins stigs forskot fyrir lokaumferðina.

Real Madrid lenti í engum vandræðum gegn Athletic Bilbao. Bilbao missti mann af velli snemma í leiknum en þrátt fyrir það jafnaði liðið leikinn í 1-1. Real steig þá á bensínið og innbyrti öruggan sigur.

Í lokaumferðinni tekur Barcelona á móti Valladolid og Real sækir Malaga heim.

Real Madrid-Athletic Bilbao 5-1

1-0 Cristiano Ronaldo, víti (22.), 1-1 Francisco Javier Yeste (41.), 2-1 Gonzalo Higuain (73.), 3-1 Sergio Ramos (80.), 4-1 Karim Benzema (81.), 5-1 Marcelo (89.)

Sevilla-Barcelona 2-3

0-1 Lionel Messi (5.), 0-2 Bojan Krkic (28.), 0-3 Pedro (62.), 1-3 Frederic Kanoute (69.), 2-3 Luis Fabiano (71.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×