Birgir Leifur í fimmta sæti eftir tvo hringi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2010 11:50 Birgir Leifur Hafþórsson. Birgir Leifur Hafþórsson hefur byrjað mjög vel á Condado Open-mótinu sem er liður í spænsku Hi5-mótaröðinni. Birgir Leifur er í fimmta sæti eftir tvo daga en hann hefur spilað fyrstu 36 holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á pari og var þá í áttunda sæti. Hann lék hinsvegar á þremur höggum undir pari í dag og hækkaði sig upp í 5. sætið. Birgir Leifur fékk fimm fugla í dag, lék ellefu holur á pari og fékk tvo skolla. Birgir Leifur er þremur höggum á eftir Skotanum Elliot Saltman sem er í forustu en Birgir er einn af þremur kylfingum sem hafa leikið fyrstu tvo hringina á þremur höggum undir pari. Arnar Snær Hákonarson og Þórður Rafn Gissurarson tóku einnig þátt í mótinu og komst Arnar Snær í gegnum niðurskurðinn. Arnar bætti sig frá því á fyrsta degi og lék á 73 höggum í dag (77 í gær) eða einu höggi yfir pari. Hann er á sex höggum yfir pari en niðurskurðurinn var miðaður við þá sem léku fyrstu 36 holurnar á sjö höggum yfir pari eða betur. Þórður lék fyrstu tvo hringina á 15 höggum yfir pari og var nokkuð frá því að ná niðurskurðinum. Golf Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson hefur byrjað mjög vel á Condado Open-mótinu sem er liður í spænsku Hi5-mótaröðinni. Birgir Leifur er í fimmta sæti eftir tvo daga en hann hefur spilað fyrstu 36 holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á pari og var þá í áttunda sæti. Hann lék hinsvegar á þremur höggum undir pari í dag og hækkaði sig upp í 5. sætið. Birgir Leifur fékk fimm fugla í dag, lék ellefu holur á pari og fékk tvo skolla. Birgir Leifur er þremur höggum á eftir Skotanum Elliot Saltman sem er í forustu en Birgir er einn af þremur kylfingum sem hafa leikið fyrstu tvo hringina á þremur höggum undir pari. Arnar Snær Hákonarson og Þórður Rafn Gissurarson tóku einnig þátt í mótinu og komst Arnar Snær í gegnum niðurskurðinn. Arnar bætti sig frá því á fyrsta degi og lék á 73 höggum í dag (77 í gær) eða einu höggi yfir pari. Hann er á sex höggum yfir pari en niðurskurðurinn var miðaður við þá sem léku fyrstu 36 holurnar á sjö höggum yfir pari eða betur. Þórður lék fyrstu tvo hringina á 15 höggum yfir pari og var nokkuð frá því að ná niðurskurðinum.
Golf Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira