Enn kvarnast úr leikmannahópi íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem mætir Ísrael í vináttulandsleik um miðja næstu viku.
Jóhann Berg Guðmundsson meiddist í dag getur ekki spilað leikinn. Sölvi Ottesen fer ekki með þar sem unnusta hans er ólétt og Ragnar Sigurðsson er veikur.
Matthías Vilhjálmsson úr FH er því kominn í hópinn en alls hafa sex leikmenn dregið sig úr upprunalega hópnum.