Héldu kyrru fyrir og lifðu af Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 16. febrúar 2010 00:01 Aðstæður á Langjökli voru erfiðar. „Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleðunum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrúlega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir viðbrögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björgun þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Frá vettvangi á Langjökli. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæður og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðirin dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfallahjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferðafólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þremur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hópurinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi hann við annan mann hafið leit að konunni. x „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leiðangursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferðir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
„Veðrið var snarbrjálað og skyggnið svo slæmt að við sáum ekki skíðin á snjósleðunum,“ segir Guðmundur Arnar Ástvaldsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem ók fram á skosku mæðginin á Langjökli í fyrrinótt. „Við vorum fjórir saman og ókum eftir leið sem þótti líklegt að þau væru á og sáum allt í einu sleðann. Þar lágu þau í ótrúlega góðu vari sem þau höfðu gert með því að velta snjósleðanum og slíta af honum hluta til að búa til betra skjól.“ Guðmundur segir viðbrögð mæðginanna hafa verið hárrétt, illa hefði getað farið hefðu þau ekið lengra. Björgun þeirra hafi verið kraftaverki líkust. Frá vettvangi á Langjökli. Guðmundur segir ásigkomulag mæðginanna hafa verið ótrúlega gott miðað við aðstæður og þau hafi ekki sýnt merki alvarlegrar ofkælingar. Bíll hafi verið kallaður á staðinn og mæðginin flutt til byggða. Drengurinn fór með föður sínum og bróður á hótel en móðirin dvaldi á spítala í gær þar sem gert var að vægum kalsárum hennar og henni veitt áfallahjálp. Hún lá ofan á drengnum sínum, sem er tólf ára, og veitti honum þannig skjól og hlýju. Mæðginin voru í sextán manna hópi ferðafólks sem, ásamt fjórum leiðsögumönnum, fór í ferð á sunnudag frá Skálpanesskála að íshelli við Jarlhettur sem eru við rætur Langjökuls að austanverðu. Vonskuveður skall á þegar hellirinn hafði verið skoðaður og var skyggni afar lélegt. „Við stilltum því sleðunum saman þremur og þremur hlið við hlið, og vorum alltaf að stoppa til að telja hópinn og til að halda honum saman,“ segir Nikulás Þorvarðarson hjá Snowmobile, en hann var einn fararstjóra í ferðinni. Hann segir konuna og son hennar sem var með henni á sleða hafa orðið viðskila þegar hópurinn beygði en hún ekki, leiðsögumaður hafi litið af henni í augnabliksstund. Það hafi nægt til að hún hvarf úr augsýn. Þá hafi hinum úr hópnum verið komið í öruggt skjól og svo hafi hann við annan mann hafið leit að konunni. x „Við fórum rétt hjá þar sem hún fannst en skyggnið var afar slæmt, einn til tveir metrar.“ Nikulás segir veðrið hafa hríðversnað og björgunarsveitir því verið lengi á staðinn. Hann segir skelfilegt að mæðginin hafi villst út úr hópnum og óttinn við hið versta hafi búið um sig. Því hafi léttirinn verið mikill þegar þau fundust. Gagnrýnisraddir blossuðu upp vegna leiðangursins í gær og þeirrar ákvörðunar að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Nikulás segir að miðað við veðurspár sem þeir hafi skoðað hefði ferðin átt að vera í lagi. Hann segir að fyrirtækið hafi margoft fellt niður ferðir upp á jökul, peningagræðgi stjórni ekki ákvörðunum. „Við höfum hætt við ferðir þrátt fyrir að vera komin af stað upp eftir. Við höfum mikinn metnað til að gera þetta sem best,“ segir Nikulás sem bendir á að aldrei sé hægt að gera svona ferðir 100 prósent öruggar.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira