Það gengur sem fyrr allt á afturfótunum hjá Juventus. Í gær tapaði liðið á heimavelli gegn Roma, 1-2.
Alessandro Del Piero skoraði mark Juve en Francesco Totti skoraði úr víti og John Arne Riise kláraði leikinn á lokamínútunni.
Roma á fínni siglingu og komið í þriðja sætið. Juve heldur áfram að sökkva og er nú komið í fimmta sæti deildarinnar.