Gylfi og Birkir einu nýliðarnir á móti Andorra - Eiður Smári ekki valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2010 13:11 Gylfi Þór Sigurðsson er loksins kominn í A-landsliðshópinn. Mynd/AFP Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt áðan landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00. Það vekur athygli að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum en einu nýliðarnir eru Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking. Ólafur valdi ekki leikmenn frá Englandi í hópinn þar sem þeir eru allir farnir í frí eftir langt og strangt tímabil. Hann sagði Eið Smára Guðjohnsen ekki vera í standi til þess að spila þennan leik. Liðið er mjög ungt og tíu leikmenn í hópnum eru enn gjaldgengir í 21 árs landsliðið. Árni Gautur Arason er leikreyndasti leikmaður hópsins með 70 leiki en Indriði Sigurðsson hefur leikið 52 leikir og Heiðar Helguason hefur spilað 47 A-landsleiki. Þetta verður í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Íslendingar hafa sigrað Andorra í hinum þremur leikjunum. Þjóðirnar spiluðu síðast á Laugardalsvellinum í ágúst 2002 þar sem Ísland vann öruggan 3-0 sigur. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM 2012 sem hefst í september þegar að Norðmenn mæta á Laugardalsvöll. Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á Laugardalsvelli í ár, hinn fer fram 11. dag ágústmánaðar þegar Liechtensteinar koma í heimsókn. Þetta er fjórði vináttulandsleikurinn af fimm á árinu en áður hafði íslenska landsliðið unnið 2-0 sigur á Færeyjum í Kórnum og gert markalaus jafntefli við Kýpur og Mexíkó.Landsliðshópurinn á móti AndorraMarkmenn Árni Gautur Arason, Odd Grenland (70 landsleikir) Gunnleifur Gunnleifsson, FH (16)Varnarmenn Indriði Sigurðsson, Viking FK (52 landsleikir, 2 mörk) Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK (44/4) Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Sønderjysk E (10) Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik (4) Jón Guðni Fjóluson, Fram (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2)Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Coventry City FC (17) Ólafur Ingi Skúlason, Sønderjysk E (11/1) Rúrik Gíslason, OB (5) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (5) Eggert Gunnþór Jónsson, Heart of Midlothian FC (4) Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan (3) Birkir Bjarnason, Viking Fk (Nýliði) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading FC (Nýliði)Sóknarmenn Heiðar Helguson, Watford FC (47/8) Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk IF (29/5) Arnór Smárason, SC Herenveen (7/1) Kolbeinn Sigþórsson, AZ (2/1) Íslenski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt áðan landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00. Það vekur athygli að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum en einu nýliðarnir eru Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking. Ólafur valdi ekki leikmenn frá Englandi í hópinn þar sem þeir eru allir farnir í frí eftir langt og strangt tímabil. Hann sagði Eið Smára Guðjohnsen ekki vera í standi til þess að spila þennan leik. Liðið er mjög ungt og tíu leikmenn í hópnum eru enn gjaldgengir í 21 árs landsliðið. Árni Gautur Arason er leikreyndasti leikmaður hópsins með 70 leiki en Indriði Sigurðsson hefur leikið 52 leikir og Heiðar Helguason hefur spilað 47 A-landsleiki. Þetta verður í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Íslendingar hafa sigrað Andorra í hinum þremur leikjunum. Þjóðirnar spiluðu síðast á Laugardalsvellinum í ágúst 2002 þar sem Ísland vann öruggan 3-0 sigur. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM 2012 sem hefst í september þegar að Norðmenn mæta á Laugardalsvöll. Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á Laugardalsvelli í ár, hinn fer fram 11. dag ágústmánaðar þegar Liechtensteinar koma í heimsókn. Þetta er fjórði vináttulandsleikurinn af fimm á árinu en áður hafði íslenska landsliðið unnið 2-0 sigur á Færeyjum í Kórnum og gert markalaus jafntefli við Kýpur og Mexíkó.Landsliðshópurinn á móti AndorraMarkmenn Árni Gautur Arason, Odd Grenland (70 landsleikir) Gunnleifur Gunnleifsson, FH (16)Varnarmenn Indriði Sigurðsson, Viking FK (52 landsleikir, 2 mörk) Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK (44/4) Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Sønderjysk E (10) Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik (4) Jón Guðni Fjóluson, Fram (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2)Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Coventry City FC (17) Ólafur Ingi Skúlason, Sønderjysk E (11/1) Rúrik Gíslason, OB (5) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (5) Eggert Gunnþór Jónsson, Heart of Midlothian FC (4) Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan (3) Birkir Bjarnason, Viking Fk (Nýliði) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading FC (Nýliði)Sóknarmenn Heiðar Helguson, Watford FC (47/8) Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk IF (29/5) Arnór Smárason, SC Herenveen (7/1) Kolbeinn Sigþórsson, AZ (2/1)
Íslenski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira