Gylfi og Birkir einu nýliðarnir á móti Andorra - Eiður Smári ekki valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2010 13:11 Gylfi Þór Sigurðsson er loksins kominn í A-landsliðshópinn. Mynd/AFP Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt áðan landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00. Það vekur athygli að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum en einu nýliðarnir eru Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking. Ólafur valdi ekki leikmenn frá Englandi í hópinn þar sem þeir eru allir farnir í frí eftir langt og strangt tímabil. Hann sagði Eið Smára Guðjohnsen ekki vera í standi til þess að spila þennan leik. Liðið er mjög ungt og tíu leikmenn í hópnum eru enn gjaldgengir í 21 árs landsliðið. Árni Gautur Arason er leikreyndasti leikmaður hópsins með 70 leiki en Indriði Sigurðsson hefur leikið 52 leikir og Heiðar Helguason hefur spilað 47 A-landsleiki. Þetta verður í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Íslendingar hafa sigrað Andorra í hinum þremur leikjunum. Þjóðirnar spiluðu síðast á Laugardalsvellinum í ágúst 2002 þar sem Ísland vann öruggan 3-0 sigur. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM 2012 sem hefst í september þegar að Norðmenn mæta á Laugardalsvöll. Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á Laugardalsvelli í ár, hinn fer fram 11. dag ágústmánaðar þegar Liechtensteinar koma í heimsókn. Þetta er fjórði vináttulandsleikurinn af fimm á árinu en áður hafði íslenska landsliðið unnið 2-0 sigur á Færeyjum í Kórnum og gert markalaus jafntefli við Kýpur og Mexíkó.Landsliðshópurinn á móti AndorraMarkmenn Árni Gautur Arason, Odd Grenland (70 landsleikir) Gunnleifur Gunnleifsson, FH (16)Varnarmenn Indriði Sigurðsson, Viking FK (52 landsleikir, 2 mörk) Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK (44/4) Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Sønderjysk E (10) Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik (4) Jón Guðni Fjóluson, Fram (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2)Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Coventry City FC (17) Ólafur Ingi Skúlason, Sønderjysk E (11/1) Rúrik Gíslason, OB (5) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (5) Eggert Gunnþór Jónsson, Heart of Midlothian FC (4) Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan (3) Birkir Bjarnason, Viking Fk (Nýliði) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading FC (Nýliði)Sóknarmenn Heiðar Helguson, Watford FC (47/8) Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk IF (29/5) Arnór Smárason, SC Herenveen (7/1) Kolbeinn Sigþórsson, AZ (2/1) Íslenski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt áðan landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00. Það vekur athygli að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum en einu nýliðarnir eru Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking. Ólafur valdi ekki leikmenn frá Englandi í hópinn þar sem þeir eru allir farnir í frí eftir langt og strangt tímabil. Hann sagði Eið Smára Guðjohnsen ekki vera í standi til þess að spila þennan leik. Liðið er mjög ungt og tíu leikmenn í hópnum eru enn gjaldgengir í 21 árs landsliðið. Árni Gautur Arason er leikreyndasti leikmaður hópsins með 70 leiki en Indriði Sigurðsson hefur leikið 52 leikir og Heiðar Helguason hefur spilað 47 A-landsleiki. Þetta verður í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Íslendingar hafa sigrað Andorra í hinum þremur leikjunum. Þjóðirnar spiluðu síðast á Laugardalsvellinum í ágúst 2002 þar sem Ísland vann öruggan 3-0 sigur. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM 2012 sem hefst í september þegar að Norðmenn mæta á Laugardalsvöll. Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á Laugardalsvelli í ár, hinn fer fram 11. dag ágústmánaðar þegar Liechtensteinar koma í heimsókn. Þetta er fjórði vináttulandsleikurinn af fimm á árinu en áður hafði íslenska landsliðið unnið 2-0 sigur á Færeyjum í Kórnum og gert markalaus jafntefli við Kýpur og Mexíkó.Landsliðshópurinn á móti AndorraMarkmenn Árni Gautur Arason, Odd Grenland (70 landsleikir) Gunnleifur Gunnleifsson, FH (16)Varnarmenn Indriði Sigurðsson, Viking FK (52 landsleikir, 2 mörk) Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK (44/4) Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Sønderjysk E (10) Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik (4) Jón Guðni Fjóluson, Fram (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2)Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Coventry City FC (17) Ólafur Ingi Skúlason, Sønderjysk E (11/1) Rúrik Gíslason, OB (5) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (5) Eggert Gunnþór Jónsson, Heart of Midlothian FC (4) Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan (3) Birkir Bjarnason, Viking Fk (Nýliði) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading FC (Nýliði)Sóknarmenn Heiðar Helguson, Watford FC (47/8) Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk IF (29/5) Arnór Smárason, SC Herenveen (7/1) Kolbeinn Sigþórsson, AZ (2/1)
Íslenski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira