Rafa Benitez, þjálfari Inter, hefur lýst því yfir að hann muni láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar.
"Við þurfum að fara yfir 2-3 stöður þar sem okkur vantar styrkingu. Ég tel okkur þurfa styrkingu svo við getum klárað tímabilið af fullum krafti," sagði Benitez en Inter marði Cagliari um helgina, 1-0, með marki frá Samuel Eto´o.
Inter mun spila gegn Tottenham í Meistaradeildinni í vikunni.