Lífið

Ljóð mega vera eins og Andrésblöð

Horn á Höfði - leikrit  
 
Ljósmyndari er Jóhanna Þorkelsdóttir.
Horn á Höfði - leikrit Ljósmyndari er Jóhanna Þorkelsdóttir.

Út er komin bókin Með mínu grænu augum, með frumortum ljóðum og þýðingum eftir Sverri Norland. Þetta er önnur ljóðabók Sverris og lokaverkefni hans til BA-prófs í ritlistarnámi við Háskóla Íslands.

Sverri finnst íslenskur kveðskapur eiga það til að taka sig of hátíðlega og leggur sjálfur kapp á að lesandanum leiðist ekki við lesturinn. „Það er eins og það hafi gleymst að ljóð þurfa ekki að vera naumhyggjuleg og torræð; þau mega líka vera skemmtileg, eins og popptónlist eða Andrésblöð, en geta samt verið djúp."

Þetta kvað vera fyrsta lokaverkefni nemanda í ritlist sem gefið er út en Sverrir skrifaði bókina undir handleiðslu Sigurðar Pálssonar. Sverrir segir að bæði námið og samstarfið við Sigurð hafi gagnast sér vel.

„Við Sigurður hittumst nokkrum sinnum og hann gaf mér afar gagnlegar ábendingar, enda afar naskur maður."

Sverrir heldur til London í dag í framhaldsnám í London. „Ég er á leið í eins konar sjálfskipaða útlegð og geri ráð fyrir að nýta þann tíma til að skrifa lengri prósa."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×