Réttarlæknar hafa úrskurðað að atvinnukylfingurinn Erica Blasberg hafi svipt sig lífi en ekki verið myrt.
Blasberg lést þann 9. maí og fannst á heimili sínu fyrir utan Las Vegas. Hún fannst með plastpoka yfir höfði sínu.
Í fyrstu var talið að hún hefði verið myrt en nú er ljóst að hún svipti sig lífi.
Læknir sem kom að henni fyrstur allra hafði meðal annars fjarlægt sjálfsmorðsbréfið og var því talinn hafa komið að málinu.
Blasberg dældi í sig of stórum skammti af lyfjum áður en hún setti pokann yfir höfuðið á sér.