Moggi: Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki Ómar Þorgeirsson skrifar 25. febrúar 2010 15:30 Luciano Moggi. Nordic photos/AFP Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter er búinn að gera allt brjálað á Ítalíu enn eina ferðina. Mourinho gaf í skyn eftir 1-2 sigur AC Milan gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld að erkifjendur Inter fengju heldur til of mikla hjálp frá mönnunum í svörtu án þess að segja það hreint út. „Ég er búinn að heyra hvað gerðist í leik Fiorentina og AC Milan en ég má ekki tjá mig um það því þá verð ég bara dæmdur í enn lengra keppnisbann," sagði Mourinho sem á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann fyrir að svívirða dómara leiks Inter og Sampdoria á dögunum auk látbragðs síns þar sem hann lét eins og hann væri með hendurnar í handjárnum eftir að tveir leikmenn Inter höfðu fengið rauð spjöld. Ítalska úrvalsdeildin mun seint losna við skugga spillingarmálanna frá því árið 2006 sem kennd hafa verið við „Calciopoli" þar sem upp komst um að nokkur félög í deildinni hefðu staðið í því að múta dómurum. AC Milan og Fiorentina voru einmitt í hópi þeirra liða sem var refsað fyrir spillinguna en Ítalíumeistarar Juventus fóru verst út úr hneykslinu á sínum tíma og voru dæmdir niður um deild. Undirliggjandi ásakanir Mourinho eru því litnar mjög alvarlegum augum. Luciano Moggi, fyrrum stjórnarformaður Juventus, var miðdepill hneykslisins á sínum tíma enda hefur „Calciopoli" einnig verið kallað „Moggiopoli" í seinni tíð. Moggi skýtur oft upp kollinum í ítölskum fjölmiðlum núorðið sem pistlahöfundur eða álitsgjafi um hitt og þetta og hann var meðal annars spurður út í ummæli Mourinho í dag. „Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki. Hann er greinilega þeirrar skoðunnar að AC Milan sé að fá greiða hér og þar hjá dómurunum en ég get ekki svarað fyrir það. Þið verðið að spyrja hann sjálfan nánar út í það," sagði Moggi í viðtali við vefmiðilinn Tuttomercatoweb.com í dag. Ítalski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter er búinn að gera allt brjálað á Ítalíu enn eina ferðina. Mourinho gaf í skyn eftir 1-2 sigur AC Milan gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld að erkifjendur Inter fengju heldur til of mikla hjálp frá mönnunum í svörtu án þess að segja það hreint út. „Ég er búinn að heyra hvað gerðist í leik Fiorentina og AC Milan en ég má ekki tjá mig um það því þá verð ég bara dæmdur í enn lengra keppnisbann," sagði Mourinho sem á yfir höfði sér þriggja leikja keppnisbann fyrir að svívirða dómara leiks Inter og Sampdoria á dögunum auk látbragðs síns þar sem hann lét eins og hann væri með hendurnar í handjárnum eftir að tveir leikmenn Inter höfðu fengið rauð spjöld. Ítalska úrvalsdeildin mun seint losna við skugga spillingarmálanna frá því árið 2006 sem kennd hafa verið við „Calciopoli" þar sem upp komst um að nokkur félög í deildinni hefðu staðið í því að múta dómurum. AC Milan og Fiorentina voru einmitt í hópi þeirra liða sem var refsað fyrir spillinguna en Ítalíumeistarar Juventus fóru verst út úr hneykslinu á sínum tíma og voru dæmdir niður um deild. Undirliggjandi ásakanir Mourinho eru því litnar mjög alvarlegum augum. Luciano Moggi, fyrrum stjórnarformaður Juventus, var miðdepill hneykslisins á sínum tíma enda hefur „Calciopoli" einnig verið kallað „Moggiopoli" í seinni tíð. Moggi skýtur oft upp kollinum í ítölskum fjölmiðlum núorðið sem pistlahöfundur eða álitsgjafi um hitt og þetta og hann var meðal annars spurður út í ummæli Mourinho í dag. „Mourinho veit þá eitthvað sem ég veit ekki. Hann er greinilega þeirrar skoðunnar að AC Milan sé að fá greiða hér og þar hjá dómurunum en ég get ekki svarað fyrir það. Þið verðið að spyrja hann sjálfan nánar út í það," sagði Moggi í viðtali við vefmiðilinn Tuttomercatoweb.com í dag.
Ítalski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira