Sænsk stjórnvöld skamma Nordea fyrir bónusgreiðslur 14. janúar 2010 09:58 Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans. Fjallað er um málið á busness.dk þar sem vitnað er til vefsíðunnar e24.se. Þar er haft eftir Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar að hann líti á Nordea eins og aðra banka. Þessar bónusgreiðslur séu gríðarlega háar í samanburði við stöðuna almennt í þjóðfélaginu. „Þetta er ímyndarvandamál fyrir Nordea," segir Odell. Þess má geta að sænsk stjórnvöld hafa töluvert að segja um stjórn Nordea enda er sænska ríkið stærsti eigandi bankans með um 20% eignarhlut. Þar að auki veittu sænsk stjórnvöld bankanum stuðning í miðri fjármálakreppunni á síðasta ári. Fari svo að Nordea hafi sitt fram og þessi bónus verður greiddur til starfsmanna er um að ræða stærstu bónusgreiðslur í sögu bankans. Greinendur hafa reiknað upphæðin út frá væntingum um hagnað Nordea á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en hann er talinn nema hátt í 80 milljörðum kr. Síðan er reiknað með að bónusgreiðslurnar verði sama hlutfall af hagnaði og varð á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Mats Odell segir að hann trúi því ekki að stjórn bankans ætli að halda sig við þessi áform um bónusgreiðslurnar. Bendir hann á að sænski fjármálageirinn sé í sinni verstu kreppu síðan 1930. Um 100.000 manns hafi misst vinnu sína í Svíþjóð og aðrir launþegar hafa þurft að taka á sig launalækkanir. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans. Fjallað er um málið á busness.dk þar sem vitnað er til vefsíðunnar e24.se. Þar er haft eftir Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar að hann líti á Nordea eins og aðra banka. Þessar bónusgreiðslur séu gríðarlega háar í samanburði við stöðuna almennt í þjóðfélaginu. „Þetta er ímyndarvandamál fyrir Nordea," segir Odell. Þess má geta að sænsk stjórnvöld hafa töluvert að segja um stjórn Nordea enda er sænska ríkið stærsti eigandi bankans með um 20% eignarhlut. Þar að auki veittu sænsk stjórnvöld bankanum stuðning í miðri fjármálakreppunni á síðasta ári. Fari svo að Nordea hafi sitt fram og þessi bónus verður greiddur til starfsmanna er um að ræða stærstu bónusgreiðslur í sögu bankans. Greinendur hafa reiknað upphæðin út frá væntingum um hagnað Nordea á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en hann er talinn nema hátt í 80 milljörðum kr. Síðan er reiknað með að bónusgreiðslurnar verði sama hlutfall af hagnaði og varð á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Mats Odell segir að hann trúi því ekki að stjórn bankans ætli að halda sig við þessi áform um bónusgreiðslurnar. Bendir hann á að sænski fjármálageirinn sé í sinni verstu kreppu síðan 1930. Um 100.000 manns hafi misst vinnu sína í Svíþjóð og aðrir launþegar hafa þurft að taka á sig launalækkanir.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira