Massa: Búumst til varnar gegn McLaren 14. apríl 2010 14:47 Felipe Massa er í forystu í stigakeppni ökumanna á Ferrari. Mynd: Getty Images Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina. "Við verðum að vera varkárir á þessu ári á beina kaflanum, því við höfum séð hvað McLaren bílarnir eru hraðskreiðir á beinu köflunum. Ef við verðum í hörðum slag við þá, þá verðum við að vera tilbúnir að verjast", sagði Massa um komandi mót í Sjanghæ um helgina á vefsíðu Autosport. Massa er með 39 stig í stigakeppni ökumanna, en fyrir aftan eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 37 stig og Jenson Button og Nico Rosberg með 35 stig. Hvert sæti skiptir því máli og með nýrri stigagjöf, er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. Fyrsta sætið gefur 8 stig umfram annað sætið. Ferrari hefur endurbætt bíl sinn og ljóst að vélarvandamál sem háði Fernando Alonso var einangrað vandamál að mati Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari. Massa er líka sannfærður um að bíllinn verður betri. "Ég hlakka til að fá nýja hluti í bílinn, sem eflir hann og vona að það komi að gagni í baráttunni við Red Bull og McLaren", sagði Massa. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina. "Við verðum að vera varkárir á þessu ári á beina kaflanum, því við höfum séð hvað McLaren bílarnir eru hraðskreiðir á beinu köflunum. Ef við verðum í hörðum slag við þá, þá verðum við að vera tilbúnir að verjast", sagði Massa um komandi mót í Sjanghæ um helgina á vefsíðu Autosport. Massa er með 39 stig í stigakeppni ökumanna, en fyrir aftan eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 37 stig og Jenson Button og Nico Rosberg með 35 stig. Hvert sæti skiptir því máli og með nýrri stigagjöf, er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. Fyrsta sætið gefur 8 stig umfram annað sætið. Ferrari hefur endurbætt bíl sinn og ljóst að vélarvandamál sem háði Fernando Alonso var einangrað vandamál að mati Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari. Massa er líka sannfærður um að bíllinn verður betri. "Ég hlakka til að fá nýja hluti í bílinn, sem eflir hann og vona að það komi að gagni í baráttunni við Red Bull og McLaren", sagði Massa.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira