Körfubolti

Valur leigði út húsið og körfuboltaliðið þarf að spila heimaleik á Nesinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmaðurinn Byron Davis.
Valsmaðurinn Byron Davis. Mynd/Daníel
Leikur Vals og Þórs Akureyri í 1. deild karla í körfubolta í kvöld fer fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi en ekki á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda. Ástæðan er að Valsmenn eru búnir að leigja Vodafone-höllina undir árshátíð HR.

Leikur Valsmanna í kvöld er í lokaumferð deildarinnar eru Hlíðarendapiltar í harðri baráttu um 3. sætið við Skallagrím og Þór úr Þorlákshöfn en það sæti gefur heimavallarrétt í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Valsmenn hafa unnið 5 af 8 heimaleikjum sínum í Vodafone-höllinni í vetur en liðið tapaði síðasta heimaleik sínum 84-87 á móti Þór úr Þorlákshöfn sem var jafnframt fyrsta heimatap Valsliðsins í fimm leikjum.

Lokaumferð 1. deildar karla í kvöld:

Höttur-Þór Þ. kl. 18.00 Egilsstaðir

Skallagrímur-ÍA kl. 19.15 Borgarnes

Haukar-Hrunamenn kl. 19.15 Ásvellir

Valur-Þór Ak. kl. 19.15 á Seltjarnarnesi

KFÍ-Ármann kl. 19.15 Ísafjörður






Fleiri fréttir

Sjá meira


×