Fótbolti

Arsene Wenger: Þetta var spurning um að hafa þolinmæðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/AP

Arsene Wenger, stjóri Arsenal var sáttur eftir 3-1 útisigur Arsenal á Partizan Belgrad í Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal komst í 1-0, klikkaði á víti í stöðunni 1-1 en náði að skora tvö mörk eftir að Partizan missti mann útaf.

„Í stöðunni 1-1 var þetta spurning um að hafa þolinmæði og við höfðum hana og lönduðum mikilvægum sigri," sagði Arsene Wenger eftir leikinn.

Arsene Wenger var ánægður með pólska markvörðinn Lukasz Fabianski sem varði víti í leiknum. „Ég horfi á Lukasz Fabianski á hverjum degi og þessi frammistaða ætti að gefa honum sjálftraust því hann hefur mikla hæfileika," sagði Wenger.

Framundan er leikur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. „Ég veit ekki hvernig þetta verður á móti Chelsea um helgina og við verðum bara að bíða og sjá til. Það eru ekki miklar líkur á því að Cesc Fabregas verði orðinn góður af meiðslunum," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×