Umfjöllun: Danir unnu Íslendinga með einu marki Hjalti Þór Hreinsson skrifar 9. júní 2010 20:51 Sverra Jakobsson í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm Danir unnu Íslendinga með einu marki, 28-29, í seinni æfingaleik liðanna en leiknum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var keimlíkur fyrri hálfleiknum í gær. Leikurinn var hraður og fjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Mun betri stemning var á pöllunum í kvöld en í gær þegar leikmenn kvörtuðu yfir stemningsleysi. Danir komust tveimur mörkum yfir, 9-7, en Björgvin Páll hrökk þá í gang í markinu og varði mjög vel. Það leiddi til þess að Ísland náði þriggja marka forystu, 16-13. En Danir voru sterkari á lokamínútunum og þeir jöfnuðu metin áður en hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik 17-17. Staðan í hálfleiknum í gær var 16-16. Mikkel Hansen og Lars Christiansen skoruðu 14 af 17 mörkum Dana í fyrri hálfleik, sjö mörk hvor. Þórir Ólafsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fjögur hvor fyrir Ísland. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks en Danir svöruðu strax með tveimur mörkum. Ísland leiddi með tveimur til þremur mörkum en Danir jödnuðu í 24-24 um miðbik hálfleiksins. Gestirnir komust svo yfir 24-26 með tveimur mörkum frá Hans Lindberg. Ísland jafnaði þó í 27-27, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Björgvins Páls. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Björgvin frá Dönum og Vignir jafnaði metin. Danir skoruðu þó í næstu sókn og voru yfir 28-29. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar 51 sekúnda var eftir. Arnór skaut í sókninni en Sören Rasmussen varði vel í stöngina og út. Danir náðu frákastinu og skutu þegar 10 sekúndur voru eftir en Björgvin varði. Hann kastaði boltanum fram á Snorra sem fann Þóri sem skaut um leið og lokaflautan gall en Rasmussen varði aftur og tryggði Dönum sigur. Lokatölur 28-29. Ísland - Danmörk 28-29 (17-17) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1).Fiskuð víti: Róbert 4.Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Danmörkur (skot): Mikkel Hansen 8 (12), Lars Christiansen 7/3 (9/3), Anders Eggert 4/2 (5/3), Thomas Mogensen 2 (5), Hans Lindberg 2 (5), René Toft Hansen 2 (5), Nikolaj Markussen 1 (1), Kasper Nielsen 1 (1), Henrik Söndergaard Jensen 1 (2), Mads Christiansen 1 (4).Varin skot: Sören Rasmussen 15/2 (30/3, 50%), Niklas Landin 2 (15/1, 13%). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Hansen 3, L. Christiansen 3, Lindberg 2, Mogensen 1, Eggert 1, K. Nielsen 1). Fiskuð víti: Hansen 2, Toft Hansen 2, Mogensen 1.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Andreas Falkvard Hansen og Eydun Samuelsen, Færeyjum. Góðir í fyrri en misstu stundum tökin í seinni hálfleik. Íslenski handboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Danir unnu Íslendinga með einu marki, 28-29, í seinni æfingaleik liðanna en leiknum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var keimlíkur fyrri hálfleiknum í gær. Leikurinn var hraður og fjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Mun betri stemning var á pöllunum í kvöld en í gær þegar leikmenn kvörtuðu yfir stemningsleysi. Danir komust tveimur mörkum yfir, 9-7, en Björgvin Páll hrökk þá í gang í markinu og varði mjög vel. Það leiddi til þess að Ísland náði þriggja marka forystu, 16-13. En Danir voru sterkari á lokamínútunum og þeir jöfnuðu metin áður en hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik 17-17. Staðan í hálfleiknum í gær var 16-16. Mikkel Hansen og Lars Christiansen skoruðu 14 af 17 mörkum Dana í fyrri hálfleik, sjö mörk hvor. Þórir Ólafsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fjögur hvor fyrir Ísland. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks en Danir svöruðu strax með tveimur mörkum. Ísland leiddi með tveimur til þremur mörkum en Danir jödnuðu í 24-24 um miðbik hálfleiksins. Gestirnir komust svo yfir 24-26 með tveimur mörkum frá Hans Lindberg. Ísland jafnaði þó í 27-27, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Björgvins Páls. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Björgvin frá Dönum og Vignir jafnaði metin. Danir skoruðu þó í næstu sókn og voru yfir 28-29. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar 51 sekúnda var eftir. Arnór skaut í sókninni en Sören Rasmussen varði vel í stöngina og út. Danir náðu frákastinu og skutu þegar 10 sekúndur voru eftir en Björgvin varði. Hann kastaði boltanum fram á Snorra sem fann Þóri sem skaut um leið og lokaflautan gall en Rasmussen varði aftur og tryggði Dönum sigur. Lokatölur 28-29. Ísland - Danmörk 28-29 (17-17) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1).Fiskuð víti: Róbert 4.Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Danmörkur (skot): Mikkel Hansen 8 (12), Lars Christiansen 7/3 (9/3), Anders Eggert 4/2 (5/3), Thomas Mogensen 2 (5), Hans Lindberg 2 (5), René Toft Hansen 2 (5), Nikolaj Markussen 1 (1), Kasper Nielsen 1 (1), Henrik Söndergaard Jensen 1 (2), Mads Christiansen 1 (4).Varin skot: Sören Rasmussen 15/2 (30/3, 50%), Niklas Landin 2 (15/1, 13%). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Hansen 3, L. Christiansen 3, Lindberg 2, Mogensen 1, Eggert 1, K. Nielsen 1). Fiskuð víti: Hansen 2, Toft Hansen 2, Mogensen 1.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Andreas Falkvard Hansen og Eydun Samuelsen, Færeyjum. Góðir í fyrri en misstu stundum tökin í seinni hálfleik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira