Handbolti

Umfjöllun: Akureyri vann nauman sigur í Digranesinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það var hart tekist á í leiknum í kvöld.
Það var hart tekist á í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán

HK fékk Akureyri í heimsókn til sín í 32- liða úrslitum Eimskipsbikarsins í kvöld í stórleik umferðarinnar. Leiknum lauk með 30 - 29 sigri Akureyringa og bókuðu þeir með því miða sinn í 16-liða úrslitunum.

Þessi lið mættust í fyrstu umferð í N1 deildinni og fóru þar Akureyringar með öruggan sigur af hólmi 41 - 29 og hafa þeir verið á góðri siglingu í deildinni með þrjá sigra úr þremur leikjum og eru við toppinn. HK hafa einnig komist á ágætis skrið eftir fyrsta leikinn og unnið báða leikina eftir hann og vildu þeir eflaust hefna fyrir tapið úr deildinni.

Akureyringar byrjuðu leikinn betur og voru grimmir en náðu aldrei að losna almennilega við HK sem komust yfir í fyrsta sinn í leiknum á 24 . mínútu og héldu þeir forskoti í hálfleik 14-12.

Akureyringar komu hinsvegar grimmir í seinni hálfleikinn og voru fljótir að jafna metin og náðu svo góðum kafla manni færri á 47 mínútu þegar þeir skoruðu 3 mörk gegn engu. Þessi kafli lagði það grunnin að sigri þeirra.

HK fékk gott færi til að jafna í síðustu sókn leiksins en Daníel Berg Grétarsson setti boltann yfir og var því ljóst að Akureyringar voru komnir áfram í næstu umferð.

Oddur Grétarsson var atkvæðamestur í liði Akureyringa með 10 mörk og Bjarni Fritzson skoraði 7 og í markinu stóð Sveinbjörn Pétursson sig vel gegn sínum gömlu félögum í HK.

Í liði HK var Ólafur Bjarki Ragnarsson atkvæðamestur með 9 mörk,Bjarki Elísson skoraði 5 og stóð Björn Ingi Friðþjófsson vakt sína vel í markinu en hann varði 14 skot.

HK - Akureyri 29-30 (14-12)

Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 9, Bjarki Már Elísson 5/3, Hörður Másson 4, Daníel Berg Grétarsson 3, Sigurjón F. Björnsson 3, Vilhelm G. Bergsveinsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2

Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14

Hraðaupphlaup: 0

Fiskuð víti: 3(Ólafur Bjarki Ragnarsson, Sigurjón Björnsson, Atli Ævar Ingólfsson)

Utan vallar: 2 mínútur.

Mörk Akureyri: Oddur Grétarsson 10/2, Bjarni Fritzson 7, Guðmundur Helgason 4, Geir Guðmundsson 4, Heimir Örn Arnarson 3, Guðlaugur Arnarsson 1, Hörður Sigþórsson 1.

Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17.

Hraðaupphlaup: 9 (Oddur Grétarsson 5, Bjarni Fritzson 3, Guðmundur Helgason 1).

Fiskuð víti: 3 (Geir Guðmundsson, Oddur Grétarsson, Hörður Sigþórsson)

Utan vallar: 12 mínútur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×