Lífið

Drogba, Gaga og Clinton á forsíðu Time 100

Listi Time yfir 100 áhrifamestu aðila í heiminum er nú settur saman í sjöunda skipti.
Listi Time yfir 100 áhrifamestu aðila í heiminum er nú settur saman í sjöunda skipti.

Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum. Þarna kennir ýmissa grasa en starfsmenn tímaritsins skipta listanum upp í fjóra hluta: leiðtoga, listamenn, hugsuði og hetjur.

Eins og venjulega er Oprah Winfrey á listanum en hún er eina manneskjan sem hefur verið á honum í öll sjö skiptin sem hann hefur komið út. Þá kemur það okkur Íslendingum ekki á óvart að sjá þarna nafn Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Ýmis nöfn koma á óvart. Til dæmis er Sarah Palin varaforsetaefni á listanum en enginn evrópskur forseti.

Meðal annarra sem valdir voru eru Bill Clinton, Steve Jobs hjá Apple, Lady Gaga, Barack Obama, Prince, Elton John, arkitektinn Zaha Hadid, kínverski bloggarinn Han Han, listamaðurinn Banksy, hönnuðurinn Marc Jacobs, leikarinn Ashton Kutcher, leikstjórinn Kathryn Bigelow, grínarinn Ricky Gervais og tónlistarkonan Taylor Swift.








Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×