Fimmtán þúsund tryggðu sér miða á Frostrósirnar 21. október 2010 14:00 á ferð og flugi Frostrósafólkið verður á ferð og flugi í desember. Miðasala á tónleikana hefur gengið vonum framar. fréttablaðið/stefán Miðar á tónleika Frostrósa í desember seldust eins og heitar lummur í gær. Salan er töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Íslendingar hefja jólaundirbúninginn snemma því ríflega fimmtán þúsund miðar höfðu selst á níundu jólatónleikaröð Frostrósa skömmu eftir hádegi í gær, aðeins þremur klukkustundum eftir að almenn miðasala hófst. Forsala á tónleikana hófst daginn áður. Þetta er mun betri árangur en í fyrra þegar tíu þúsund miðar seldust á svipuðum tíma. „Við erum í skýjunum. Þetta er sirka 50% meira en á sama tíma og í fyrra,“ segir skipuleggjandinn Samúel Kristjánsson. „Þetta er greinilega nokkuð sem fólki finnst vera orðið alveg ómissandi í jólaundirbúningnum.“ Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar verða haldnir í desember eins og Frostrósatónleikarnir og miðar á þá hafa einnig selst eins og heitar lummur. Samúel er ánægður með þennan mikla áhuga sem Íslendingar hafa á jólatónleikum. „Það er ánægjulegt ef öllum gengur vel. Við erum að fara fram úr okkar væntingum og erum enn langvinsælasti tónlistarviðburður landsins.“ Uppselt er á þrenna Frostrósatónleika í Laugardalshöll og er miðasala hafin á aukatónleika þar. Einnig er uppselt á Frostrósir víða um land en alls seldist upp á tólf tónleikastöðum í gær. Tvennir aukatónleikar eru sömuleiðis fyrirhugaðir á Akureyri. Miðaverð á Frostrósir er 4.590 úti á landi og hefur hækkað um 500 krónur frá því í fyrra. Í Reykjavík hafa miðarnir hækkað um þúsund krónur og kosta á bilinu 4.990 til 11.990. Ljóst er af fjölda seldra miða að veltan hleypur á tugum milljónum króna. Margir af fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins koma fram á tónleikunum, sem verða haldnir á tímabilinu 1.-17. desember. Í Laugardalshöll verða vel yfir tvö hundruð manns, einsöngvarar, kórar og hljóðfæraleikarar í einu á sviðinu. Flytjendur í Reykjavík og á Akureyri er þau Eivør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk, Friðrik Ómar, Garðar Thor Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson. Á tónleikaferðinni um landið verða allir með nema Margrét Eir, Eivør og Stefán. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Miðar á tónleika Frostrósa í desember seldust eins og heitar lummur í gær. Salan er töluvert betri en á sama tíma í fyrra. Íslendingar hefja jólaundirbúninginn snemma því ríflega fimmtán þúsund miðar höfðu selst á níundu jólatónleikaröð Frostrósa skömmu eftir hádegi í gær, aðeins þremur klukkustundum eftir að almenn miðasala hófst. Forsala á tónleikana hófst daginn áður. Þetta er mun betri árangur en í fyrra þegar tíu þúsund miðar seldust á svipuðum tíma. „Við erum í skýjunum. Þetta er sirka 50% meira en á sama tíma og í fyrra,“ segir skipuleggjandinn Samúel Kristjánsson. „Þetta er greinilega nokkuð sem fólki finnst vera orðið alveg ómissandi í jólaundirbúningnum.“ Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar verða haldnir í desember eins og Frostrósatónleikarnir og miðar á þá hafa einnig selst eins og heitar lummur. Samúel er ánægður með þennan mikla áhuga sem Íslendingar hafa á jólatónleikum. „Það er ánægjulegt ef öllum gengur vel. Við erum að fara fram úr okkar væntingum og erum enn langvinsælasti tónlistarviðburður landsins.“ Uppselt er á þrenna Frostrósatónleika í Laugardalshöll og er miðasala hafin á aukatónleika þar. Einnig er uppselt á Frostrósir víða um land en alls seldist upp á tólf tónleikastöðum í gær. Tvennir aukatónleikar eru sömuleiðis fyrirhugaðir á Akureyri. Miðaverð á Frostrósir er 4.590 úti á landi og hefur hækkað um 500 krónur frá því í fyrra. Í Reykjavík hafa miðarnir hækkað um þúsund krónur og kosta á bilinu 4.990 til 11.990. Ljóst er af fjölda seldra miða að veltan hleypur á tugum milljónum króna. Margir af fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins koma fram á tónleikunum, sem verða haldnir á tímabilinu 1.-17. desember. Í Laugardalshöll verða vel yfir tvö hundruð manns, einsöngvarar, kórar og hljóðfæraleikarar í einu á sviðinu. Flytjendur í Reykjavík og á Akureyri er þau Eivør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk, Friðrik Ómar, Garðar Thor Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson. Á tónleikaferðinni um landið verða allir með nema Margrét Eir, Eivør og Stefán. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira