Snorri í Betel: Gagnrýnir umburðarleysi gagnvart kristni Valur Grettisson skrifar 8. september 2010 10:26 Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, um viðhorf almennings til færeyska þingmannsins Jenis av Rana. Þingmaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, sökum kynhneigðar þeirra. Snorri hefur um árabil verið einn ötullasti talsmaður íhaldssamrar kristni hér á landi og hefur hingað til ekki leynt viðhorfum sínum til ýmissa mála, svo sem samkynhneigðar, sem hann telur vera synd. Hann segist svíða undan því sem hann kallar umburðarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem fylgja kenninsetningum biblíunnar bókstaflega. „Ég styð hann í þessu máli og virði skoðanir hans," segir Snorri um Jenis sem hefur verið gagnrýndur opinberlega, meðal annars af lögmanni Færeyja, Kaj Leó Jóhannesen. Þá sagði formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Högni Hoydal, að Jenis ætti skammast sín. Aðspurður hvort það samræmist ekki kennisetningum kristinnar trúar að sýna umburðarlyndi svara Snorri: „Ég geri það. Það er hún sem þarf að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart guði einn daginn eins og ég þarf að svara honum fyrir mínar." Aðspurður hvort hann mynd fylgja fordæmi Jenis og neita að setjast til borðs með forsætisráðherranum segir Snorri: „Ég settist nánast með þeim um daginn. Ég sat reyndar á næsta borði daginn sem hún giftist. Það angraði mig ekkert." Að sögn Snorra þá vantar alla staðfestu í Íslendinga og það hafi þeir oft sýnt með hegðun sinni. Hann segir Íslendinga oft hafa sýnt það með hegðun sinni að þeir geri það sem þeir komist upp með og vitnar þá í bankahrunið hér á landi. Hann bætir svo við: „Það má alveg tala um för Jóhönnu til Færeyja sem ákveðna útrás á þessum siðferðisviðmiðum og hún er því ákveðinn boðberi þeirra um leið." Snorri áréttar þó að hann reyni að sýna samkynheigðum umburðarlyndi. „Minn tilgangur er ekki að hrópa þetta fólk niður," segir Snorri að lokum. Neitaði að snæða með forsætisráðherra Hinsegin Trúmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, um viðhorf almennings til færeyska þingmannsins Jenis av Rana. Þingmaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, sökum kynhneigðar þeirra. Snorri hefur um árabil verið einn ötullasti talsmaður íhaldssamrar kristni hér á landi og hefur hingað til ekki leynt viðhorfum sínum til ýmissa mála, svo sem samkynhneigðar, sem hann telur vera synd. Hann segist svíða undan því sem hann kallar umburðarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem fylgja kenninsetningum biblíunnar bókstaflega. „Ég styð hann í þessu máli og virði skoðanir hans," segir Snorri um Jenis sem hefur verið gagnrýndur opinberlega, meðal annars af lögmanni Færeyja, Kaj Leó Jóhannesen. Þá sagði formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Högni Hoydal, að Jenis ætti skammast sín. Aðspurður hvort það samræmist ekki kennisetningum kristinnar trúar að sýna umburðarlyndi svara Snorri: „Ég geri það. Það er hún sem þarf að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart guði einn daginn eins og ég þarf að svara honum fyrir mínar." Aðspurður hvort hann mynd fylgja fordæmi Jenis og neita að setjast til borðs með forsætisráðherranum segir Snorri: „Ég settist nánast með þeim um daginn. Ég sat reyndar á næsta borði daginn sem hún giftist. Það angraði mig ekkert." Að sögn Snorra þá vantar alla staðfestu í Íslendinga og það hafi þeir oft sýnt með hegðun sinni. Hann segir Íslendinga oft hafa sýnt það með hegðun sinni að þeir geri það sem þeir komist upp með og vitnar þá í bankahrunið hér á landi. Hann bætir svo við: „Það má alveg tala um för Jóhönnu til Færeyja sem ákveðna útrás á þessum siðferðisviðmiðum og hún er því ákveðinn boðberi þeirra um leið." Snorri áréttar þó að hann reyni að sýna samkynheigðum umburðarlyndi. „Minn tilgangur er ekki að hrópa þetta fólk niður," segir Snorri að lokum.
Neitaði að snæða með forsætisráðherra Hinsegin Trúmál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira