FH-ingar bikarmeistarar í annað skipti eftir 4-0 stórsigur á KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 17:00 FH-ingar fagna bikarmeistaratitlinum í kvöld. Mynd/Daníel FH-ingar unnu 4-0 stórsigur á KR í úrslitaleik VISA-bikars karla sem er nýlokið á Laugardalsvellinum. Þetta er í annað skiptið sem FH-ingar vinna bikarinn en þeir unnu hann einnig fyrir þremur árum. Matthías Vilhjálmsson kom FH í 2-0 með tveimur vítaspyrnum með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik, Atli Viðar Björnsson skoraði þriðja markið sextán mínútum fyrir leikslok og Atli Guðnason innsiglaði síðan sigurinn rétt fyrir leikslok. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og fengu fyrstu hættulegu færin. Fyrst fékk Björgólfur Takefusa aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn á 2. mínútu sem endaði í varnarveggnum og svo átti Baldur Sigurðsson hættulegt skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni á 6. mínútu. FH-ingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og fengu síðan algjört dauðafæri þegar Atli Viðar Björnsson slapp einn í gegn á 31.mínútu en lét Lars Moldskred verja frá sér. Fjórum mínútum síðar fengu FH-ingar síðan víti þegar Skúli Jón Friðgeirsson braut klaufalega á Atla Guðnasyni sem hafði fengið langa sendingu inn fyrir vörnina. Erlendur Eiríksson hugsaði sig vel um en benti svo á punktinn. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr vítinu og kom FH í 1-0. Það liðu ekki nema sex mínútur þegar Erlendur Eiríksson var búinn að benda aftur á punktinn. Nú fékk hann góða aðstoð frá aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þórleifssyni sem veifaði á að Guðmundur Reynir Gunnarsson hefði stoppað fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar með hendinni. Þessi dómur var strangur en líklega réttur. Matthías Vilhjálmsson steig aftur fram á vítapunktinn og kom FH af öryggi í 2-0. KR-ingar voru nálægt því að minnka muninn í lok hálfleiksins þegar Tommy Nielsen bjargaði þrumuskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar á marklínu. Hálfleiksræða Rúnars Kristinssonar virtist ekki fara vel í KR-liðið því FH-ingar tóku strax völdinn í seinni hálfleik og voru allan tímann líklegri til að bæta við en KR-ingar að minnka muninn. Þriðja mark FH-liðsins kom þó ekki fyrr en sextán mínútum fyrir leikslok eftir að Rúnar var búinn að fækka í vörninni hjá KR. Atli Viðar fékk þá boltann inn í teignum eftir að sending Ólafs Páls Snorrasonar fór af varnarmanni og datt fyrir hann. Atli Guðnason batt síðan endahnútinn með fjórða markinu á 86. mínútu eftir samleik hans og Ólafs Páls Snorrasonar á milli kantanna. Ólafur Páll gaf loks á Atli inn fyrir vörnina og Atli skoraði af öryggi. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá úrslitaleik FH og KR VISA-bikar karla sem fram fer á Laugardalsvellinum. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - KR Íslenski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
FH-ingar unnu 4-0 stórsigur á KR í úrslitaleik VISA-bikars karla sem er nýlokið á Laugardalsvellinum. Þetta er í annað skiptið sem FH-ingar vinna bikarinn en þeir unnu hann einnig fyrir þremur árum. Matthías Vilhjálmsson kom FH í 2-0 með tveimur vítaspyrnum með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik, Atli Viðar Björnsson skoraði þriðja markið sextán mínútum fyrir leikslok og Atli Guðnason innsiglaði síðan sigurinn rétt fyrir leikslok. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og fengu fyrstu hættulegu færin. Fyrst fékk Björgólfur Takefusa aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn á 2. mínútu sem endaði í varnarveggnum og svo átti Baldur Sigurðsson hættulegt skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni á 6. mínútu. FH-ingar sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn og fengu síðan algjört dauðafæri þegar Atli Viðar Björnsson slapp einn í gegn á 31.mínútu en lét Lars Moldskred verja frá sér. Fjórum mínútum síðar fengu FH-ingar síðan víti þegar Skúli Jón Friðgeirsson braut klaufalega á Atla Guðnasyni sem hafði fengið langa sendingu inn fyrir vörnina. Erlendur Eiríksson hugsaði sig vel um en benti svo á punktinn. Matthías Vilhjálmsson skoraði úr vítinu og kom FH í 1-0. Það liðu ekki nema sex mínútur þegar Erlendur Eiríksson var búinn að benda aftur á punktinn. Nú fékk hann góða aðstoð frá aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þórleifssyni sem veifaði á að Guðmundur Reynir Gunnarsson hefði stoppað fyrirgjöf Ólafs Páls Snorrasonar með hendinni. Þessi dómur var strangur en líklega réttur. Matthías Vilhjálmsson steig aftur fram á vítapunktinn og kom FH af öryggi í 2-0. KR-ingar voru nálægt því að minnka muninn í lok hálfleiksins þegar Tommy Nielsen bjargaði þrumuskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar á marklínu. Hálfleiksræða Rúnars Kristinssonar virtist ekki fara vel í KR-liðið því FH-ingar tóku strax völdinn í seinni hálfleik og voru allan tímann líklegri til að bæta við en KR-ingar að minnka muninn. Þriðja mark FH-liðsins kom þó ekki fyrr en sextán mínútum fyrir leikslok eftir að Rúnar var búinn að fækka í vörninni hjá KR. Atli Viðar fékk þá boltann inn í teignum eftir að sending Ólafs Páls Snorrasonar fór af varnarmanni og datt fyrir hann. Atli Guðnason batt síðan endahnútinn með fjórða markinu á 86. mínútu eftir samleik hans og Ólafs Páls Snorrasonar á milli kantanna. Ólafur Páll gaf loks á Atli inn fyrir vörnina og Atli skoraði af öryggi. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá úrslitaleik FH og KR VISA-bikar karla sem fram fer á Laugardalsvellinum. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - KR
Íslenski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira