
Íslenski boltinn
Lárus Orri spilaði í sigri ÍA á Fjarðabyggð

ÍA vann góðan heimasigur á Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 4-2 fyrir Skagamenn sem eru þar með komnir með 19 stig en eru nokkuð frá toppbaráttunni. Lárus Orri Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá ÍA þegar um tuttugu mínútur voru eftir í sínum fyrsta leik í meistaraflokki hjá félaginu. Skagamenn komust í 3-0 áður en Austfirðingar minnkuðu muninn. ÍA komst svo í 4-1 en Fjarðabyggð minnkaði muninn áður en yfir lauk.