Handbolti

Magnus Andersson missti starfið þegar hann var í fríi í Tælandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnus Andersson á dögum sínum sem leikmaður sænska landsliðsins.
Magnus Andersson á dögum sínum sem leikmaður sænska landsliðsins. Mynd/AFP

Magnus Andersson, fyrrum þjálfari danska handboltaliðsins FCK Kaupmannahöfn, var staddur í frí í Tælandi þegar hann frétti af því að hann væri búinn að missa starfið sitt. Andersson verður ekki lengur þjálfari liðsins eftir þetta tímabil í kjölfar þess að AG Håndbold yfirtefur FCK.

„Það var áfall að frétta af þessu svona og ekki skemmtilegt að missa starfið sitt með þessum hætti. Ég vissi auðvitað af fjárhagsvandræðum félagsins og að það væri skráð á markaðinn. Ég hef engu að síður sterkar taugar til FCK og ber engan kala til félagsins þrátt fyrir þetta leiðindamál," sagði Magnus Andersson við Poltiken.

Magnus Andersson mun stýra FCK Kaupmannahöfn út tímabilið en liðið er nýkrýndur bikarmeistari og á góða möguleika á að vinna danska meistaratitilinn.

Magnus Andersson hefur fengið tilboð um að gerast aðstoðarþjálfari hjá Rhein-Neckar Löwen en hann hefur ekki ákveðið sig enn hvort að hann taki því tilboði. Jesper Nielsen, aðalstyrktaraðili Rhein Neckar-Löwen, mun sjá um fjármögnun nýja danska stórliðins fyrir næsta tímabil.

Forráðamenn þýska liðsins líta á AG Håndbold sem móðurklúbb Rhein Neckar-Löwen og ekki er ólíklegt að leikmenn beggja liða muni færðir úr stað eftir því sem hentar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×