Vefþjónn nefndarinnar við öllu búinn 1. febrúar 2010 03:30 Undanfarnar vikur hefur vinna staðið yfir að undirbúa netþjón rannsóknarnefndar Alþingis sem myndi anna því mikla álagi sem verður á honum þegar skýrslan verður loks birt. Fréttablaðið/Stefán Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að gera vef rannsóknarnefndar Alþingis viðbúinn miklu álagi sem búast má við að verði á honum þegar skýrsla nefndarinnar um bankahrunið verður gerð opinber. Sérstakur viðbúnaður tæknimanna verður fyrstu dagana eftir birtingu en vefurinn verður gæddur þeim eiginleikum að hægt verði að leita eftir efnisorðum, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hefur skýrslu nefndarinnar verið frestað og er nú búist við því að hún verði birt í lok næsta mánaðar. Skýrslan verða gríðarlega umfangsmikil og er talið að hún geti jafnvel orðið tvö þúsund síður. Vart þarf að taka það fram að mikil eftirvænting og spenna ríki í þjóðfélaginu eftir útgáfu skýrslunnar en starfsmenn nefndarinnar hafa lýst því yfir að engin nefnd hafi þurft að færa þjóðinni jafn svört tíðindi og þessi. Skýrslan verður einnig prentuð og má reikna með að Alþingismenn og fjölmiðlar fái hana. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, vildi ekki gefa upp hvar hún yrði prentuð af öryggisástæðum. „Við höfum verið spurð að því hverjir séu að prófaarkalesa hana en það verður heldur ekki gefið upp,“ segir Páll í samtali við Fréttablaðið en skýrslan verður aðgengileg á netinu um leið og hún kemur út á prenti.-fgg Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að gera vef rannsóknarnefndar Alþingis viðbúinn miklu álagi sem búast má við að verði á honum þegar skýrsla nefndarinnar um bankahrunið verður gerð opinber. Sérstakur viðbúnaður tæknimanna verður fyrstu dagana eftir birtingu en vefurinn verður gæddur þeim eiginleikum að hægt verði að leita eftir efnisorðum, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hefur skýrslu nefndarinnar verið frestað og er nú búist við því að hún verði birt í lok næsta mánaðar. Skýrslan verða gríðarlega umfangsmikil og er talið að hún geti jafnvel orðið tvö þúsund síður. Vart þarf að taka það fram að mikil eftirvænting og spenna ríki í þjóðfélaginu eftir útgáfu skýrslunnar en starfsmenn nefndarinnar hafa lýst því yfir að engin nefnd hafi þurft að færa þjóðinni jafn svört tíðindi og þessi. Skýrslan verður einnig prentuð og má reikna með að Alþingismenn og fjölmiðlar fái hana. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, vildi ekki gefa upp hvar hún yrði prentuð af öryggisástæðum. „Við höfum verið spurð að því hverjir séu að prófaarkalesa hana en það verður heldur ekki gefið upp,“ segir Páll í samtali við Fréttablaðið en skýrslan verður aðgengileg á netinu um leið og hún kemur út á prenti.-fgg
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira