Spánverjinn Fernando Alonso telur að margir mótherja hans hafi sýnt fullan styrk á æfingum á Spáni, á meðan hann tók ekki á öllu sem til var í Ferrari fáknum.
"Sumir hnykluðu vöðvana en aðrir ekki. Við sjáum hvað gerist í Barcelona. Þá mætum við með allar nýjungarnar og sjáum hvar við stöndum. Við erum altént á réttri leið", sagði Alonso.
"Ég er ánægður með áreiðanleika bílsins og bíllinn vex smám saman. Við erum ekki komnir á endastöð, en ég segi ekki hvar við þurfum að bæta okkur. Það væri eins og ef markmaður tilkynnti um veikleika sína. Þá myndu allir skora hjá honum...", sagði Alonso.
Sem sagt. Ekkert sjálfsmark í uppsiglingu hjá Alonso sem er vel liðtækur knattspyrnukappi líka.