Umfjöllun: Katrín skoraði í 100. landsleiknum - Öruggur 3-0 sigur Hjalti Þór Hreinsson á Laugardalsvelli skrifar 22. júní 2010 21:54 Hólmfríður skoraði tvö í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Ísland vann Króatíu 3-0 í undankeppni HM í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Katrín Jónsdóttir eitt, í sínum 100. landsleik. Íslenska landsliðið hefur nú leikið níu leiki á Laugardalsvelli undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, unnið þá alla og markatalan er 43-0. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum níu leikjum. Ísland mætir Frakklandi þann 21. ágúst og með 3-0 sigri þar er liðið svo gott sem komið á HM. Það verður þó erfitt verkefni. Íslenska liðið sýndi mikla yfirburði í gær. Í fyrri hálfleik skaut það alls tólf sinnum á markið, helmingur þeirra fór á rammann og tvö þeirra enduðu í netinu. Hólmfríður skallaði í slá eftir horn áður en hún kom íslenska liðinu yfir. Hún fékk boltann við vítateigshornið, lék á eina þrjá varnarmenn áður en hún skoraði gott mark. Ísinn brotinn og króatíska liðið ekki að spila vel. Hólmfríður skoraði aftur undir lok hálfleiksins, skömmu áður hafði Dóra María skotið í slá. Hólmfríður fékk langa sendingu fram og virtist snerta varnarmann og var allt í einu ein gegn Ivönu markmanni. Hún þrumaði boltanum í netið og skoraði örugglega. 2-0 í hálfleik en þjálfarar Króatíu sýndu mikla vanvirðingu eftir markið. Þjálfarinn grýtti vatnsflösku í jörðina og öskraði á dómarann og íslenskan fjórða dómara líka. Markmannsþjálfarinn gekk lengst, hún klappaði kaldhæðnislega fyrir dómaranum það sem eftir lifði hálfleiks og beið svo eftir henni í höfuðstöðum KSÍ í hálfleik þar sem hún hélt klappinu áfram. Sara Björk byrjaði seinni hálfleikinn á því að skalla í slá og hún skaut í slánna seinna í hálfleiknum. Yfirburðir Íslands héldu áfram út leikinn. Það var frábært að sjá Katrínu Jónsdóttur skora í sínum 100. landsleik. Hún skallaði hornspyrnu í netið og fagnaði vel og innilega. Magnaður árangur hennar kórónaður með fínu marki. Leikurinn fjaraði út og 3-0 sigur niðurstaðan. Íslenska liðið hefði getað skorað mun meira en líkt og gegn Norður-Írum hefði það þurft að vanda sig betur við markið. Ólíklegt er að markatalan muni skipta máli en eftir yfir 40 skot á heimavelli gegn Norður-Írum og Króötum og aðeins fimm mörk er ljóst að liðið hefði getað bætt markatöluna umtalsvert hér. Vinni Ísland lið Frakka 2-0 skiptir markatalan máli en þar hafa Frakkar mikla yfirburði, þeir hafa skoraði 36 mörk og ekki fengið neitt á sig í keppninni, en Ísland er með 26 mörk í plús.Ísland - Króatía 3-0 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (19.) 2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (42.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (75.)Áhorfendur: 1875.Skot (á mark): 21-3 (9-0)Varin skot: Þóra 0 - Ivana 1Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 11-11Rangstöður: 6-0 Íslenski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Ísland vann Króatíu 3-0 í undankeppni HM í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Katrín Jónsdóttir eitt, í sínum 100. landsleik. Íslenska landsliðið hefur nú leikið níu leiki á Laugardalsvelli undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, unnið þá alla og markatalan er 43-0. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum níu leikjum. Ísland mætir Frakklandi þann 21. ágúst og með 3-0 sigri þar er liðið svo gott sem komið á HM. Það verður þó erfitt verkefni. Íslenska liðið sýndi mikla yfirburði í gær. Í fyrri hálfleik skaut það alls tólf sinnum á markið, helmingur þeirra fór á rammann og tvö þeirra enduðu í netinu. Hólmfríður skallaði í slá eftir horn áður en hún kom íslenska liðinu yfir. Hún fékk boltann við vítateigshornið, lék á eina þrjá varnarmenn áður en hún skoraði gott mark. Ísinn brotinn og króatíska liðið ekki að spila vel. Hólmfríður skoraði aftur undir lok hálfleiksins, skömmu áður hafði Dóra María skotið í slá. Hólmfríður fékk langa sendingu fram og virtist snerta varnarmann og var allt í einu ein gegn Ivönu markmanni. Hún þrumaði boltanum í netið og skoraði örugglega. 2-0 í hálfleik en þjálfarar Króatíu sýndu mikla vanvirðingu eftir markið. Þjálfarinn grýtti vatnsflösku í jörðina og öskraði á dómarann og íslenskan fjórða dómara líka. Markmannsþjálfarinn gekk lengst, hún klappaði kaldhæðnislega fyrir dómaranum það sem eftir lifði hálfleiks og beið svo eftir henni í höfuðstöðum KSÍ í hálfleik þar sem hún hélt klappinu áfram. Sara Björk byrjaði seinni hálfleikinn á því að skalla í slá og hún skaut í slánna seinna í hálfleiknum. Yfirburðir Íslands héldu áfram út leikinn. Það var frábært að sjá Katrínu Jónsdóttur skora í sínum 100. landsleik. Hún skallaði hornspyrnu í netið og fagnaði vel og innilega. Magnaður árangur hennar kórónaður með fínu marki. Leikurinn fjaraði út og 3-0 sigur niðurstaðan. Íslenska liðið hefði getað skorað mun meira en líkt og gegn Norður-Írum hefði það þurft að vanda sig betur við markið. Ólíklegt er að markatalan muni skipta máli en eftir yfir 40 skot á heimavelli gegn Norður-Írum og Króötum og aðeins fimm mörk er ljóst að liðið hefði getað bætt markatöluna umtalsvert hér. Vinni Ísland lið Frakka 2-0 skiptir markatalan máli en þar hafa Frakkar mikla yfirburði, þeir hafa skoraði 36 mörk og ekki fengið neitt á sig í keppninni, en Ísland er með 26 mörk í plús.Ísland - Króatía 3-0 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (19.) 2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (42.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (75.)Áhorfendur: 1875.Skot (á mark): 21-3 (9-0)Varin skot: Þóra 0 - Ivana 1Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 11-11Rangstöður: 6-0
Íslenski boltinn Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira