Vettel mun reyna að verja titilinn af hörku á næsta ári 13. desember 2010 13:59 Sebastian Vettel, meistari í Formúlu 1, Jean Todt, forseti FIA og Sebastian Leob, meistari í rallakstri á afhendingu FIA á föstudaginn. Mynd: Getty Images/Handout Sebastian Vettel tók á móti meistaratitli Formúlu 1 ökumanna á föstudaginn í Mónakó og autosport.com birti við hann viðtal eftir afhendinguna og spurði hvernig tilfinning það væri að vera meistari. Viku áður hafði hann verið útnefndur sem kappakstursmaður ársins af Autsport og lesendum tímaritsins, sem er tileinkað akstursíþróttum. "Ég veit ekki afhverju ég grét ekki, satt að segja. Ég sagði þér á Autosport afhendingunni í síðustu viku að það er ekki hægt að trúa því að hvað þessi titil skiptir mig máli. Þetta er mjög sérstakt", sagði Vettel á autosport.com. Hann segir það skipti hann máli að sjá nöfnin á sem þegar eru á meistarabikarnum. "Að fá nafnið sitt á þarna er magnað og í sömu línu eru allir meistararnir frá 2000, 1990 og 1980 og þar fram eftir götunum. Þarna er Michael (Schumacher), (Ayrton) Senna, Alan Jones og að sjálfsögðu Jochen Rindt frá 1970. Þetta er mjög sérstakt." Tímabilið gekk upp og niður hjá Vettel, en hann var spurður hvort hann gerði sér grein fyrir því í dag hvað sigrarnir sem hann vann skiptu miklu máli í stigakeppninni. Hann vann 5 mót á árinu. "Það voru ekki bara sigrarnir, heldur öll mótin. Það var mót eins og á Silverstone, þar sem allt virtist vonlaust eftir fyrsta hringinn, en við börðumst til þrautar. Það sýnir hvað hvert stig sem maður nær í skiptir máli, jafnvel þó maður sé ósáttur við eigin árangur og svekktur. Maður sér í lok ársins hvað hvert stig skiptir máli. Í nýja stigakerfinu eru fjögur stig sem tvö í gamla kerfinu. Ég ætla ekki að gefa þennan titil frá mér. Ég mun reyna að verja hann af hörku á næsta ári." Í viðtalinu kom fram að Vettel hefði í raun liðsinnt Mark Webber í einu móti með því að gefa honum gott rými í endurræsingu mótsins í Ungverjlandi. Á þeim tíma var talið að Vettel hefði gert mistök, en annað hefur komið á daginn eftir að tímabilinu lauk. Vettel kastaði með þessu frá sér mögulegum sigri og var svekktur að eigin sögn. Aðspurður um hvort fólk áttaði sig á því að hann spilaði meira með liðinu en liti út fyrir sagði Vettel; "Ég er sá sem ég er. Ég þarf ekki að tala um það. Ég gerði það á árinu og gerði það ekki núna. Ég lærði mikið á þessu ári og það sem skiptir mestu máli er að þegar þú kemur á hótelið eða heim, að þú getir horft á sjálfan þig í spegli og vitað hvað gerðist í raun. Þú þarft að skilja það sjálfur og vita það í hjarta þínu." "Það skiptir meira máli en hvað fólk hugsar, segir eða skrifar. Það er ekki hægt að kæta alla og eins lengi og þú veist um hvað hlutirnir snúast, það það sem skiptir máli. Ég ætla ekki að halda neina ræðu núna, hef ekki gert það og núna er ekki stundin til þess", sagði Vettel. Vettel sagði þessu til viðbótar að hann vildi verða betri ökumaður og betri persónuna og að hann hefði lært margt á erfiðan hátt, en útkoman hefði verið sæt. Titilinn verður í höndum Vettels næsta árið og hann verður með rásnúmer 1 á Red Bull bílnum á næsta ári, en keppnistímabilið í Formúlu 1 hefst á ný í mars. Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel tók á móti meistaratitli Formúlu 1 ökumanna á föstudaginn í Mónakó og autosport.com birti við hann viðtal eftir afhendinguna og spurði hvernig tilfinning það væri að vera meistari. Viku áður hafði hann verið útnefndur sem kappakstursmaður ársins af Autsport og lesendum tímaritsins, sem er tileinkað akstursíþróttum. "Ég veit ekki afhverju ég grét ekki, satt að segja. Ég sagði þér á Autosport afhendingunni í síðustu viku að það er ekki hægt að trúa því að hvað þessi titil skiptir mig máli. Þetta er mjög sérstakt", sagði Vettel á autosport.com. Hann segir það skipti hann máli að sjá nöfnin á sem þegar eru á meistarabikarnum. "Að fá nafnið sitt á þarna er magnað og í sömu línu eru allir meistararnir frá 2000, 1990 og 1980 og þar fram eftir götunum. Þarna er Michael (Schumacher), (Ayrton) Senna, Alan Jones og að sjálfsögðu Jochen Rindt frá 1970. Þetta er mjög sérstakt." Tímabilið gekk upp og niður hjá Vettel, en hann var spurður hvort hann gerði sér grein fyrir því í dag hvað sigrarnir sem hann vann skiptu miklu máli í stigakeppninni. Hann vann 5 mót á árinu. "Það voru ekki bara sigrarnir, heldur öll mótin. Það var mót eins og á Silverstone, þar sem allt virtist vonlaust eftir fyrsta hringinn, en við börðumst til þrautar. Það sýnir hvað hvert stig sem maður nær í skiptir máli, jafnvel þó maður sé ósáttur við eigin árangur og svekktur. Maður sér í lok ársins hvað hvert stig skiptir máli. Í nýja stigakerfinu eru fjögur stig sem tvö í gamla kerfinu. Ég ætla ekki að gefa þennan titil frá mér. Ég mun reyna að verja hann af hörku á næsta ári." Í viðtalinu kom fram að Vettel hefði í raun liðsinnt Mark Webber í einu móti með því að gefa honum gott rými í endurræsingu mótsins í Ungverjlandi. Á þeim tíma var talið að Vettel hefði gert mistök, en annað hefur komið á daginn eftir að tímabilinu lauk. Vettel kastaði með þessu frá sér mögulegum sigri og var svekktur að eigin sögn. Aðspurður um hvort fólk áttaði sig á því að hann spilaði meira með liðinu en liti út fyrir sagði Vettel; "Ég er sá sem ég er. Ég þarf ekki að tala um það. Ég gerði það á árinu og gerði það ekki núna. Ég lærði mikið á þessu ári og það sem skiptir mestu máli er að þegar þú kemur á hótelið eða heim, að þú getir horft á sjálfan þig í spegli og vitað hvað gerðist í raun. Þú þarft að skilja það sjálfur og vita það í hjarta þínu." "Það skiptir meira máli en hvað fólk hugsar, segir eða skrifar. Það er ekki hægt að kæta alla og eins lengi og þú veist um hvað hlutirnir snúast, það það sem skiptir máli. Ég ætla ekki að halda neina ræðu núna, hef ekki gert það og núna er ekki stundin til þess", sagði Vettel. Vettel sagði þessu til viðbótar að hann vildi verða betri ökumaður og betri persónuna og að hann hefði lært margt á erfiðan hátt, en útkoman hefði verið sæt. Titilinn verður í höndum Vettels næsta árið og hann verður með rásnúmer 1 á Red Bull bílnum á næsta ári, en keppnistímabilið í Formúlu 1 hefst á ný í mars.
Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti