Lífið

Dans í Hafnarfirði

hREYFIÞRÓUNARSAMSTEYPAN Danssýningi Taka #2 fer fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu annað kvöld.
hREYFIÞRÓUNARSAMSTEYPAN Danssýningi Taka #2 fer fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu annað kvöld.

Sýningin Danstvennan Taka #2 fer fram í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Á dagskrá eru verkin 900 02 eftir Leif Þór Þorvaldsson og Sigríði Soffíu Níelsdóttur og SHAKE ME eftir Íslensku hreyfiþróunarsamsteypuna.

Verkin voru sýnd síðastliðið haust við góðar undirtektir og því var ákveðið að efna til endursýningar á báðum verkum. Þess má geta að Hreyfiþróunarsamsteypan var tilnefnd til Grímunnar árið 2009 fyrir verk sitt DJ Hamingja og verk eftir Leif, Endurómun, var sýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðinn janúar.

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðlimur Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar, segir ánægjulegt að fá tækifæri til að setja verkið upp aftur því mikil eftirspurn hafi verið eftir aukasýningum.

Sýningar hefjast klukkan 20.00 og hægt er að panta miða í síma 555-2222 og á taka.2@gmail.com.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×