Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta dróst á móti Skotlandi í umspilinu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Leikirnir fara fram 8 og 12. október næstkomandi.
Ísland spilar fyrri leikinn á heimavelli en seinni leikurinn fer síðan fram í Skotlandi fjórum dögum síðar.
Íslenska liðið átti líka möguleika á að mæta Svíþjóð, Hollandi, Rúmeníu, Ítalíu, eða Króatíu.
Íslenska liðið varð fjórða og síðasta liðið inn í umspilið af þeim sem voru með bestan árangur í öðru sætinu og var í neðri styrkleikaflokknum.
Leikirnir í umspilinu eru eftirtaldir:
England - Rúmenía
Holland - Úkraína
Spánn - Króatía
Sviss - Svíþjóð
Ísland - Skotland
Tékkland - Grikkland
Ítalía - Hvíta-Rússland
Strákarnir mæta Skotum í umspilinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti