Í dag fara fram undanúrslit Lengjubikarsins í A-deild karla. Fram og Breiðablik mætast í Kórnum kl.17 en Valur og KR mætast svo í Egilshöllinni kl.19 í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á sporttv.is
Riðlakeppni í A deild kvenna lýkur um helgina en þar berjast Þór/KA, KR og Stjarnan um fjórða sætið sem að gefur farseðil í úrslitin. Valur, Breiðablik og Fylkir hafa öll nú þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.
Í riðlakeppni B-deild karla hafa Völsungur og Víkingur Ólafsvík tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en þangað komast sigurvegarar hvers riðils ásamt því félagi sem er með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum þremur. Fjögur félög eiga enn möguleika á hinum tveimur sætunum, BÍ/Bolungarvík, Afturelding, Hvöt og KS/Leiftur.
